Freisting
Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hlton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé.
Kaupverð á hlut nemur 47,5 dölum en það er 32 prósentum yfir lokagengi bréfa í keðjunni í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins.
Stjórn Hilton-hótelkeðjunnar hefur samþykkt yfirtökutilboðið og er gert ráð fyrir því að viðskiptunum ljúki í enda árs.
Fjárfestingasjóðurinn hefur reynslu af kaupum á hótelum en hann á nokkur slík fyrir.
Í enda maí var samið um að Hótel Nordica í Reykjavík verði Hilton Hotel. Gert er ráð fyrir að breytingum á hótelinu, sem verða í samræmi við staðal Hilton-hótelanna, verði lokið á haustdögum og mun hótelið eftirleiðis heita Hilton Reykjavík Nordica. Þetta mun hafa verið sérleyfissamningur og mun Icelandair Hótels áfram reka hótelið, en kemst inn í bókunarkerfi Hilton keðjunnar.
Greint frá á Mbl.is
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala