Freisting
Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hlton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé.
Kaupverð á hlut nemur 47,5 dölum en það er 32 prósentum yfir lokagengi bréfa í keðjunni í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins.
Stjórn Hilton-hótelkeðjunnar hefur samþykkt yfirtökutilboðið og er gert ráð fyrir því að viðskiptunum ljúki í enda árs.
Fjárfestingasjóðurinn hefur reynslu af kaupum á hótelum en hann á nokkur slík fyrir.
Í enda maí var samið um að Hótel Nordica í Reykjavík verði Hilton Hotel. Gert er ráð fyrir að breytingum á hótelinu, sem verða í samræmi við staðal Hilton-hótelanna, verði lokið á haustdögum og mun hótelið eftirleiðis heita Hilton Reykjavík Nordica. Þetta mun hafa verið sérleyfissamningur og mun Icelandair Hótels áfram reka hótelið, en kemst inn í bókunarkerfi Hilton keðjunnar.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin