Freisting
Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hlton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé.
Kaupverð á hlut nemur 47,5 dölum en það er 32 prósentum yfir lokagengi bréfa í keðjunni í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins.
Stjórn Hilton-hótelkeðjunnar hefur samþykkt yfirtökutilboðið og er gert ráð fyrir því að viðskiptunum ljúki í enda árs.
Fjárfestingasjóðurinn hefur reynslu af kaupum á hótelum en hann á nokkur slík fyrir.
Í enda maí var samið um að Hótel Nordica í Reykjavík verði Hilton Hotel. Gert er ráð fyrir að breytingum á hótelinu, sem verða í samræmi við staðal Hilton-hótelanna, verði lokið á haustdögum og mun hótelið eftirleiðis heita Hilton Reykjavík Nordica. Þetta mun hafa verið sérleyfissamningur og mun Icelandair Hótels áfram reka hótelið, en kemst inn í bókunarkerfi Hilton keðjunnar.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





