Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bjórsetrið „Ægisgarður“ opnað á Granda
Nýjum veitingastöðum, verslunum og skemmtistöðum á einu mesta vaxtarsvæði Reykjavíkur, Granda og Örfirisey, fjölgar stöðugt. Nýjasta viðbótin, Ægisgarður, hefur opnað við hliðina á athafnasvæði HB Granda og er ætlað að draga að ferðamenn og aðra hópa til að njóta skemmtidagskrár sem tengist íslenskum bjór og bjórmenningu.

Stærðarinnar vegglistaverk prýðir framhlið Ægisgarðs sem blasir við vegfarendum um Eyjaslóð. Verkið sýnir norræna guðinn Ægi en sumir koma auga á falið orð í skeggi hans.
Í fréttatilkynnningu segir að eitt stærsta bjórsetur landsins hefur verið opnað á Granda, nánar tiltekið á Eyjaslóð. Staðurinn rúmar allt að 200 manns og hefur mikið verið lagt í hönnun hans, en heildarfjárfestingin í staðnum er yfir 100 milljónir króna. Fimm aðskildir barir eru inni á staðnum og er hver þeirra með sitt þema. Meðal annars hefur barinn veglegi, sem áður prýddi Cafe Amsterdam í Tryggvagötu, verið nánast endurskapaður í heilu lagi á staðnum.

Búið er að endurskapa barinn af gamla Cafe Amsterdam í Tryggvagötu nánast í heilu lagi inni á staðnum.
Ægisgarður er ekki hefðbundinn skemmtistaður, heldur er hann hugsaður eingöngu fyrir hópa, frá 15 upp í 200 manns, sem koma til að taka þátt í bragðprófunum á ólíkum bjórtegundum, pöbb-kvissi og og fræðast um íslenskan bjór og bjórmenningu. Gestgjafi Ægisgarðs er Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari, en hann stýrir skemmtidagskrá fyrir hópa sem sækja munu staðinn, gjarnan í fullum víkingaklæðum.

Staðurinn er hannaður af Langa Sela og alls staðar má sjá minni bjórmenningar landsins. Ægisgarður er lokað skemmtanasetur utan um íslenska bjórhefð.
Bylgja lokaðra skemmtistaða nær hingað til lands
Lokaðir veitinga- og skemmtistaðir af þessu tagi njóta sívaxandi vinsælda í stórborgum erlendis. Sú bylgja helst í hendur við breytta vinnustaðamenningu, en rannsóknir sýna að vinnufélagar fara æ oftar út saman, hvort sem er í hópefli, hvataferðir eða án sérstaks tilefnis.
Mikill áhugi hjá ferðamönnum á íslenskri bjórmenningu
Boðið verður upp á sérstaka dagskrá í Ægisgarði fyrir erlenda ferðahópa, en bæði Víking og Einstök bjórarnir, hafa náð fótfestu á erlendum mörkuðum á síðustu árum sem aukið hefur forvitni ferðamanna um íslenskan bjór. Þótt íslensk bjórhefð sé ung að árum er áhugi ferðamanna á hefðinni og íslenskum bjór mjög mikill og fer vaxandi. Sárlega hefur vantað fleira fyrir erlenda ferðamenn að gera innan borgarmarkanna og bjórsetur sem þessi eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna í borgum t.d. á Norðurlöndunum.
Aðstandendur bjórsetursins eru Víking ölgerð sem er í eigu Vífilfells og Ægisgarður ehf, en eigandi hans er Guðfinnur Sölvi Karlsson, oftast kallaður Finni, sem komið hefur að rekstri fjölmargra vinsælla veitinga- og skemmtistaða í miðborginni.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








