Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bjórsetrið „Ægisgarður“ opnað á Granda
Nýjum veitingastöðum, verslunum og skemmtistöðum á einu mesta vaxtarsvæði Reykjavíkur, Granda og Örfirisey, fjölgar stöðugt. Nýjasta viðbótin, Ægisgarður, hefur opnað við hliðina á athafnasvæði HB Granda og er ætlað að draga að ferðamenn og aðra hópa til að njóta skemmtidagskrár sem tengist íslenskum bjór og bjórmenningu.
Í fréttatilkynnningu segir að eitt stærsta bjórsetur landsins hefur verið opnað á Granda, nánar tiltekið á Eyjaslóð. Staðurinn rúmar allt að 200 manns og hefur mikið verið lagt í hönnun hans, en heildarfjárfestingin í staðnum er yfir 100 milljónir króna. Fimm aðskildir barir eru inni á staðnum og er hver þeirra með sitt þema. Meðal annars hefur barinn veglegi, sem áður prýddi Cafe Amsterdam í Tryggvagötu, verið nánast endurskapaður í heilu lagi á staðnum.
Ægisgarður er ekki hefðbundinn skemmtistaður, heldur er hann hugsaður eingöngu fyrir hópa, frá 15 upp í 200 manns, sem koma til að taka þátt í bragðprófunum á ólíkum bjórtegundum, pöbb-kvissi og og fræðast um íslenskan bjór og bjórmenningu. Gestgjafi Ægisgarðs er Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari, en hann stýrir skemmtidagskrá fyrir hópa sem sækja munu staðinn, gjarnan í fullum víkingaklæðum.
Bylgja lokaðra skemmtistaða nær hingað til lands
Lokaðir veitinga- og skemmtistaðir af þessu tagi njóta sívaxandi vinsælda í stórborgum erlendis. Sú bylgja helst í hendur við breytta vinnustaðamenningu, en rannsóknir sýna að vinnufélagar fara æ oftar út saman, hvort sem er í hópefli, hvataferðir eða án sérstaks tilefnis.
Mikill áhugi hjá ferðamönnum á íslenskri bjórmenningu
Boðið verður upp á sérstaka dagskrá í Ægisgarði fyrir erlenda ferðahópa, en bæði Víking og Einstök bjórarnir, hafa náð fótfestu á erlendum mörkuðum á síðustu árum sem aukið hefur forvitni ferðamanna um íslenskan bjór. Þótt íslensk bjórhefð sé ung að árum er áhugi ferðamanna á hefðinni og íslenskum bjór mjög mikill og fer vaxandi. Sárlega hefur vantað fleira fyrir erlenda ferðamenn að gera innan borgarmarkanna og bjórsetur sem þessi eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna í borgum t.d. á Norðurlöndunum.
Aðstandendur bjórsetursins eru Víking ölgerð sem er í eigu Vífilfells og Ægisgarður ehf, en eigandi hans er Guðfinnur Sölvi Karlsson, oftast kallaður Finni, sem komið hefur að rekstri fjölmargra vinsælla veitinga- og skemmtistaða í miðborginni.
Myndir: aðsendar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka