Markaðurinn
Björk og Birkir Kokteilseðill
Björk og Birkir eru, eins og flestir vita einstök vara sem unnin er úr íslenskum birkisafa og hver flaska inniheldur birkigrein sem gerir vöruna sérstaklega aðlaðandi og skemmtilega.
Við gerðum þennan bækling með það í huga að með þessu móti kæmum við Björk & Birki í víðari dreifingu þar sem barir og veitingastaðir hefðu þá nokkurskonar “biblíu” til að fletta í ef það vantaði hugmyndir að góðum kokteil gerðum úr Björk & Birki. Við fengum nokkra mjög svo góða blöndunga ( Mixologist ) til að setja inn sínar uppskriftir á Björk og Birki hanastélum sem reynst hafa vel á veitingastöðunum.
Eftirspurn eftir vörunni hefur aukist gríðarlega á fyrri helmingi þessa árs og þá sérstaklega frá erlendum ferðamönnum. Ferðamaðurinn gerir orðið kröfu á að fá íslenska vöru þegar að hann pantar sér drykk hér á landi og er kokteilbæklingurinn hugsaður til að koma á móts við þá kröfu og einnig til að kynna vöruna betur Íslendingum. Við viljum sýna fram á þá fjölmörgu notkunarmöguleika Bjarkar & Birkis.
Ef veitingarstaðir óska eftir kokteilseðlinum eða vilja panta Björk og Birki eru vinsamlega beðni um að hafa samband við Globus sími 522-2500 eða [email protected]
Nánar um Björk og Birki
Björk og Birki er ætlað að fanga upplifunina af íslenskri vornótt, augnablikinu þegar er nýstytt upp og döggin sest á blöð bjarkarinnar í birkivaxinni hlíðinni. Í hverri flösku eru greinar af birkitrjám handtýndar úr Hallormsstaðaskógi sem gefur þeim einstakt yfirbragð.
Björk og Birkir eru náttúruafurðir unnar úr íslensku birki, íslensku vatni og hágæða kornspíra. Sætum birkisafanum er safnað saman úr birkitrjánum og unnin í náttúrulegt sýróp sem gefur ferskt og eftirminnilegt bragð. Íslenska birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki. Við landnám Íslands er talið að allt að þriðjungur landsins hafi verið þakinn birkiskógi og hefur birkið því aðlagast vel íslenskum veðrum og vindum.
Í skrifum allt frá árinu 1860 hefur birki verið lofað fyrir marga góða og heilsusamlega eiginleika.
Smellið hér til að skoða kokteilseðilinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla