Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bjórgarðurinn opnar í byrjun júní við Höfðatorg
Upprisa bjórmenningarinnar á Íslandi nær hámarki við opnun Bjórgarðins á Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg í byrjun júní. Staðurinn mun taka 120 manns í sæti en lögð verður sérstök áhersla á vítt úrval af bjór ásamt mat undir áhrifum götumenningar New York borgar.
Þeir Loftur H. Loftsson, rekstarstjóri og Bjarni Rúnar Bequette, yfirkokkur munu leiða starfið á Bjórgarðinum ásamt Jimmy Wallster, hótelstjóra Fosshótel Reykjavík. Allir hafa þeir unnið unnið hjá Fosshótelum um tíma en taka nú að sér stærri og kröfumeiri verkefni.
Þetta verður fyrsti staðurinn á Íslandi sem sérhæfir sig í að para mat og bjór enda teljum við að bjór upphefji allar máltíðir,
, segir Loftur Hilmar Loftsson sem undirbýr opnun Bjórgarðsins á Fosshóteli Reykjavík við Höfðatorg.
Bjórgarðurinn verður opnaður í byrjun júní næstkomandi og þar verður til að mynda boðið upp á sérgerðar pylsur frá Pylsumeistaranum, rif, fisk og franskar að enskum sið. Lagt verður mikil áhersla á Pylsubarinn þar sem hægt verður að fá bragðmiklar pylsur með spennandi meðlæti. Að sjálfsögðu verður svo líka hægt að velja Bulsur, íslensku grænmetispylsurnar. Matnum getur fólk svo skolað niður með úrvalsbjór sem kemur úr ýmsum áttum; til að mynda frá Brewdog og Borg brugghúsi.
Við verðum með fjölbreytt úrval af bjór og mikið af árstíðarbundnum“ bjórum,
segir Loftur. Fosshótel Reykjavík verður stærsta hótel landsins og það besta, að sögn Lofts.
Þetta eru einhverjir 17 þúsund fermetrar en við fáum þó bara lítið horn til að leika okkur í. Svo verður hægt að tylla sér út líka. Bjórgarðurinn verður 120 manna lifandi og hress bjórstaður. Ég er einmitt að vinna í því að búa til húsband og við verðum með lifandi tónlist um helgar.
segir Loftur hress þegar hann er spurður um gestafjölda og viðburði í Bjórgarðinum. Loftur hefur starfað í veitingabransanum í um tvo áratugi, en síðustu tvö ár hefur hann starfað á Fosshótel Vestfirðir.
Ég legg mikla áherslu á þjálfun starfsfólks og við verðum með bjórráðgjafa á staðnum. Þannig að ef þú ert með spurningar um bjórinn eða vantar ráðleggingar við matarpörun geturðu leitað til fagmanns. Það getur nefnilega verið gott að fá hjálp við að finna þinn bjórstíl. Þú ert kannski alltaf að heyra um IPA-bjór og heldur að það sé besti bjórinn en kannski viltu helst af öllu villigerjaðan belgískan bjór. Okkar markmið er að kitla skynfæri og bragðlaukana hjá gestum svo þeim finnist að þeir verði að koma aftur.
sagði Loftur að lokum, en það er aðeins rúmur mánuður í opnun og óhætt er að segja að eftirvæntingin sé orðin mikil.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Undirbúningur fyrir STÓRELDHÚSIÐ 2024 er hafinn
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu