Food & fun
Bjórgarðurinn – Food and Fun 2019
Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari kemur hér með lokapistil um Food and Fun hátíðina. Ólafur heimsótti nokkra veitingastaði sem tóku þátt í hátíðinni og féllst á að leyfa lesendum Veitingageirans.is að njóta þess með sér.
Bjórgarðurinn
Við fengum hlýjar móttökur þegar við félagarnir ákváðum á sunnudagskvöldið að koma við í Bjórgarðinum og sjá hvað Esteban Morales hafði upp á að bjóða en hann hefur víða komið við í Barcelona og í Baskahéruðum Spánar.
Esteban Morales er með langa reynslu í tapas réttum og eins og flestir vita þá er tapas spænskir smáréttir sem eiga sér langa sögu og djúpar rætur í spænskri matarmenningu. Nafnið tapas merkir í raun lok því áður fyrr þá settu menn brauð, spil, disk eða kannski sneið af skinku ofan á vinkrúsina sína til varnar ávaxtaflugunum sem sóttu í sætuna.
Áður en við röltum niður í Bjórgarðinn þá langaði okkur aðeins til að skoða hlaðborðið sem er á efri hæðinni en miklar sögur fara af því. Það má með sanni segja að þar fara ekki neinar ýkjusögur, því hér er efalaust eitt glæsilegasta kvöldverðar hlaðborð landsins í boði, geri aðrir betur.
Bjórkjallarinn er huggulegur staður, stemmingin og andrúmsloftið þar var lífleg og notaleg, töluvert var af fólki og glaðværð í loftinu. Barinn og hliðarborð voru hlaðin af spænskum tapas smáréttum og angurvær Katalónsk gítartónlist og söngur barst úr tónlistarhorninu.
Ef ég hefði ekki verið allsgáður þá hefði ég geta svarið fyrir það að ég hafi verið að detta inn á góðan spænskan bar á spennandi kvöldi í Bilbao fyrir nokkuð mörgum árum, þegar ég sigldi með saltfisk.
Hér var tapas á spænskan máta, alvöru tapas og ekki af lakari endanum, valið hafði verið það besta frá héruðum Spánar. Hér var risarækja frá Andalúsíu, saltfiskur frá Baskalandi, smokkfiskur frá Katalóníu, kornhæna frá Navarra, skinka frá Sevilla, kálfur og margt margt fleira spennandi.
Þegar við félagar komum niður var Esteban að bera fram rjúkandi heita og nýlagaða paiella Valenciana. Við spjölluðum aðeins við hann og að sögn Esterban þá er hvert hérað með sína hátíðarútgáfu af þessum þjóðarrétt Spánverja og hér var það sú besta, Paiella Valenciana.
Í miðju spjallinu birtist svo stórvinur minn Ásgeir Helgi Erlingsson fyrrum landsliðsmaður og núverandi yfirmatreiðslumaður á Fosshótel Reykjavík og urðu fagnaðar fundir. Við Ásgeir höfum starfað mikið saman og orðið vel til vina en Ásgeir er að mínu mati hreinræktaður matreiðslusnillingur og frábær samstarfsmaður, ég veit að það eru margir sem taka undir þetta sem þekkja kappann.
Svona til að ljúka þessu loka pistli um Food & Fun þá má segja að maturinn hafi einu orði sagt verið frábær og ekki skemmdi frábær stemming fyrir.
Ég hef oft komið í Bjórgarðinn og ég get eindregið mælt með honum, maturinn góður og eins og í kvöld þá var þjónusta til algjörar fyrirmyndar.
Lifið heil.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti