Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bjórböðin opna

Það eru þau Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði sem eru eigendur Bjórbaðanna.
Bjórböðin á Árskógssandi voru formlega opnuð nú á dögununum. Undirbúningur hefur staðið frá því í ágúst árið 2015 en framkvæmdir hafa gengið vel í vetur.
Bjórböðin eru 7 talsins og er tekið á móti allt að 14 manns á klukkutíma. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.

Fallegt útisvæði við Bjórböðin með útsýni yfir í Hrísey, Kaldbak og Múlann. Mikið er um kyrrð og ró á þessu svæði.
Í bjórbaði liggur þú í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir 25 mínútur er farið úr baðinu og í slökunarherbergi í aðrar 25 mínútur.

Verið að leggja lokahönd á eldhúsið fyrir opnun. Á matseðlinu eru hamborgararar, samlokur, súpur og salöt svo fátt eitt sé nefnt.
Á veitingastaðnum er tekið við allt að 80 manns í sæti og í boði eru ýmisskonar léttir réttir og bjórtengdum mat.
Myndir: facebook / Bjórböðin

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?