Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bjórböðin opna

Það eru þau Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði sem eru eigendur Bjórbaðanna.
Bjórböðin á Árskógssandi voru formlega opnuð nú á dögununum. Undirbúningur hefur staðið frá því í ágúst árið 2015 en framkvæmdir hafa gengið vel í vetur.
Bjórböðin eru 7 talsins og er tekið á móti allt að 14 manns á klukkutíma. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.

Fallegt útisvæði við Bjórböðin með útsýni yfir í Hrísey, Kaldbak og Múlann. Mikið er um kyrrð og ró á þessu svæði.
Í bjórbaði liggur þú í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir 25 mínútur er farið úr baðinu og í slökunarherbergi í aðrar 25 mínútur.

Verið að leggja lokahönd á eldhúsið fyrir opnun. Á matseðlinu eru hamborgararar, samlokur, súpur og salöt svo fátt eitt sé nefnt.
Á veitingastaðnum er tekið við allt að 80 manns í sæti og í boði eru ýmisskonar léttir réttir og bjórtengdum mat.
Myndir: facebook / Bjórböðin

-
Keppni17 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við