Frétt
Bjarki Hilmarsson, Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
Það er alltaf gott að það fari fram málefnaleg umræða um keppnir, en varðandi skipulagningu og framkvæmd Matreiðslumanns ársins og Global Chefs Challenge þá langar mig að benda á eftirfarandi:
-
Menn með sérkunnáttu ættu að byrja á því að kynna sér, áður en þeir gefa út álit, eftir hverju er dæmt en nú var dæmt eftir reglum WACS um Global Chefs Challenge, eins og kom fram í auglýsingu um keppnina og var farið yfir með keppendum á fundi með dómurum fyrir keppni.
-
Ásökun um að úrslitum hafi verið hagrætt tel ég ekki svara verða, þar sem allar stigagjafir eru opinberar, ásamt því að framsetning og bragð var dæmt í blindni og þar að auki voru skorblöð tekin af dómurum eftir hvern rétt svo þeir gætu ekki borið eldhús nr. (x) saman á milli rétta.
-
Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar, þá eru 3 keppendur með 52 stig eða hærra,
6 með 50 til 51 stig og 3 með lægra en 50 stig eftir blinddæmingu svo það verður að teljast eðlilegt að röð keppenda geti breyst við að leggja við stig úr eldhúsdæmingu (mest 30 stig). -
Varðandi val á dómurum þá var yfirdómari Wynand Vogel frá Hollandi sem hefur dæmt á Ólympíuleikunum og í Lux. Þá hefur hann dæmt í fjölda annarra sambærilegra keppna ásamt því að hafa séð um hollenska landsliðið.
Kjetil Gundersen frá Noregi hefur einnig dæmt á Ólympíuleikunum sem og í Lux ásamt fleiri keppnum og var kennari í Culinary Industry í Stavanger.
Jakob H. Magnússon hefur tekið, og sér um NKF dómaranámskeiðið, dæmt í Lux og víðar í hinum ýmsum keppnum.
Gissur Guðmundsson forseti NKF hefur tekið NKF námskeiðið og dæmt í hinum ýmsu keppnum um allan heim.
Ragnar Ómarsson hefur tekið NKF námskeiðið og er að auki með mikla keppnisreynslu.
Sverrir Þór Halldórsson hefur tekið NKF námskeiðið og er með reynslu í dæmingu ásamt því að hafa komið að mörgum keppnum.
Bjarni Gunnar Kristinsson hefur tekið NKF námskeiðið og er með mikla keppnisreynslu.
Að venju er reynt að hafa dómara með NKF námskeið en ef dómarar koma utan Norðurlanda þá er tryggt að þeir hafi mikla reynslu. -
Þar sem keppt var með mistery basket fyrirkomu lagi þá hafa keppendur litla möguleika á að æfa sig og fá álit frá öðrum, þar af leiðandi er lítil hætta á því að dómarar þekki frá hverjum réttirnir eru.
-
Eiríkur veltir fyrir sér, hvort verið sé að velja besta matinn eða besta matreiðslumanninn en það kemur skýrt fram í titli keppninnar hvert markmið hennar er: Matreiðslumaður ársins.
Ég held að aðstandendur keppninnar myndu fá skömm í hattinn ef veitingamaður myndi ráða til sín Matreiðslumann ársins og hann eldaði frábæran mat en sendi alla veika heim vegna krossmengunar! Það liggur því í augum uppi að dæma verður um eldhúsþáttinn líka. -
Það eina sem ég heyrði keppendur kvarta undan, og það á jákvæðan hátt, var hvað var mikið úrval af hráefni.
Bjarki Hilmarsson
forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
Fleira tengt efni:
Forkeppnin – Matreiðslumaður ársins 2007 (Eiríkur Ingi Friðgeirsson Hótelstjóri / Matreiðslumeistari Hótel Holt)
Athugasemd dómara (Bjarni Gunnar Kristinsson- Eldhús dómari í forkeppni Matreiðslumaður ársins 2007)
Vegna Forkeppni Matreiðslumaður ársins (Sverrir Þór Halldórsson
Eldhúsdómari í forkeppni Matreiðslumadur ársins 2007)
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast