Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bistro og vínbarinn Kramber opnar við Skólavörðustíg 12
Kramber er nýr veitingastaður í Reykjavík, staðsettur við inngang Kramshússins á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Kramber er bæði kaffihús og vínbar og býður upp á gott kaffi og gæðavín, bjór, lauflétta kokteila og bistro rétti.
Á staðnum er í boði smáréttir, ristað súrdeigsbrauð með osti og sultu, samlokur með sardínum, kapers, brenndri sítrónu og rauðlauk, nautalokur, grænmetislokur, súpur með annars glútenlausa Thai curry sætkartöflusúpu, nautafillet, Champignon á la creme, hægeldaðir tómatar og rauðlaukur svo fátt eitt sé nefnt.
Eigendur eru Lísa Kristjánsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Arndís Kristjánsdóttir eigandi Kramhússins.
Til stóð að opna Kramber í sumar, en tafir urðu á opnuninni.
Hefðbundinn opnunartími Kramber er frá 9-23 á virkum dögum og frá 12-23 um helgar. Happy hour er frá 16-18 og þá eru glösin á 1500 kr. og bjórinn á 1100 kr.
Myndir: facebook / Kramber

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?