Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bistro og vínbarinn Kramber opnar við Skólavörðustíg 12
Kramber er nýr veitingastaður í Reykjavík, staðsettur við inngang Kramshússins á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Kramber er bæði kaffihús og vínbar og býður upp á gott kaffi og gæðavín, bjór, lauflétta kokteila og bistro rétti.
Á staðnum er í boði smáréttir, ristað súrdeigsbrauð með osti og sultu, samlokur með sardínum, kapers, brenndri sítrónu og rauðlauk, nautalokur, grænmetislokur, súpur með annars glútenlausa Thai curry sætkartöflusúpu, nautafillet, Champignon á la creme, hægeldaðir tómatar og rauðlaukur svo fátt eitt sé nefnt.
Eigendur eru Lísa Kristjánsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Arndís Kristjánsdóttir eigandi Kramhússins.
Til stóð að opna Kramber í sumar, en tafir urðu á opnuninni.
Hefðbundinn opnunartími Kramber er frá 9-23 á virkum dögum og frá 12-23 um helgar. Happy hour er frá 16-18 og þá eru glösin á 1500 kr. og bjórinn á 1100 kr.
Myndir: facebook / Kramber
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya











