Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bistro og vínbarinn Kramber opnar við Skólavörðustíg 12
Kramber er nýr veitingastaður í Reykjavík, staðsettur við inngang Kramshússins á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Kramber er bæði kaffihús og vínbar og býður upp á gott kaffi og gæðavín, bjór, lauflétta kokteila og bistro rétti.
Á staðnum er í boði smáréttir, ristað súrdeigsbrauð með osti og sultu, samlokur með sardínum, kapers, brenndri sítrónu og rauðlauk, nautalokur, grænmetislokur, súpur með annars glútenlausa Thai curry sætkartöflusúpu, nautafillet, Champignon á la creme, hægeldaðir tómatar og rauðlaukur svo fátt eitt sé nefnt.
Eigendur eru Lísa Kristjánsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Arndís Kristjánsdóttir eigandi Kramhússins.
Til stóð að opna Kramber í sumar, en tafir urðu á opnuninni.
Hefðbundinn opnunartími Kramber er frá 9-23 á virkum dögum og frá 12-23 um helgar. Happy hour er frá 16-18 og þá eru glösin á 1500 kr. og bjórinn á 1100 kr.
Myndir: facebook / Kramber
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin