Smári Valtýr Sæbjörnsson
Birgir Bieltvedt kaupir Café París
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna B2B ehf., sem er í eigu athafnamannsins Birgis Þórs Bieltvedt og Eygló Bjarkar Kjartansdóttur, og Café Parísar.
Hjónin eru mjög umsvifamikil í veitingarekstri á höfuðborgarsvæðinu en þau eru hluthafar í PizzaPizza ehf., sem rekur Domino’s Pizza, Joe Iceland ehf. sem rekur Joe & the Juice, sem og Gló eignarhaldsfélagi ehf. sem rekur veitingastaði undir nafninu Gló.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum visir.is með því að smella hér.
Réttirnir á Café París eru mjög góðir og girnilegir, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
![Café Paris](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/Tunfisksteik.jpg)
Túnfiskur:
Túnfisksteik með chili-kóriander pólentu, avókadósalati og graslauks majónesi.
Mynd: cafeparis.is
![Café Paris](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/thorskur.jpg)
Þorskur:
Þorskur með basil og kóríander pestó, bökuðum kirsuberjatómötum og hvítlauks spaghetti.
Mynd: cafeparis.is
![Café Paris](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/lamb.jpg)
Lamb:
Lambahryggvöðvi, með graskersmauki, karamelluseraðu grænmeti, kryddjurta kartöflum og madeira soðsósu.
Mynd: cafeparis.is
![Café Paris](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/Grisasamloka.jpg)
Grísasamloka
BBQ grísasamloka (hægeldaður grís) í foccacia brauði með agúrku, tómati, salati og chili majonesi, borin fram með frönskum kartöflum.
Mynd: cafeparis.is
Efsta mynd: skjáskot af google korti.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan