Vertu memm

Frétt

Biobú kaupir meirihluta hlutafjár í ísgerðinni Skúbb

Birting:

þann

Skúbb ísgerð

Biobú hefur keypt meirihluta af hlutafé í Skúbb ehf. Seljandi er Jóhann Friðrik Haraldsson, einn af stofnendum félagsins. Skúbb á og rekur í dag tvær ísbúðir, annars vegar við Laugarásveg 1 í Reykjavík og hins vegar við Bæjarhraun 2 í Hafnarfirði. Einnig er útsölustaður með jógúrtskálar í Kvikk verslun Orkunnar við Vesturlandsveg. Skúbb selur ís í matvöruverslanir, veitingahús og hótel.

Skúbb var stofnað árið 2017 og var fyrsta ísbúðin opnuð við Laugarásveg 1 í lok maí sama ár.

Sjá einnig:

Konditormeistarar opna ísbúð

Ísgerðin hefur hlotið mikið lof og verðlaun fyrir góðan ís. Alla tíð hefur verið leitast eftir því að nota aðeins gæða hráefni í framleiðsluna. Í vörum Skúbb hefur frá upphafi verið notuð lífræn mjólk frá Biobú í ís framleiðsluna og lífræn grísk jógúrt í jógúrtskálarnar. Í ágúst 2020 byrjaði Skúbb að bjóða upp á jógúrt „heilsu“ skálar til viðbótar við vöruframboð fyrirtækisins.

Sjá einnig:

Hafið þið smakkað Saltkaramellu ísinn hjá Skúbb?

Biobú ehf. var stofnað árið 2002 og er sjálfstætt fjölskyldufyrirtæki, mjólkurbú, sem framleiðir og selur lífrænar mjólkurvörur. Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson, en þau stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós.

Framkvæmdastjóri Bióbús og verðandi framkvæmdastjóri Skúbb er Helgi Rafn Gunnarsson.

,,Ég er afar spenntur fyrir nýjustu fjárfestingu fyrirtækisins. Þetta er rökrétt framhald í okkar rekstri en undanfarna mánuði hefur Biobú fjárfest í nýjum tækjabúnaði og undirbýr að auka mjólkurmagn í sumar með því að taka inn nýtt mjólkurbú sem er í lífrænu vottunarferli,“

segir Helgi Rafn.

Sverrir Örn Gunnarsson er framleiðslu- markaðsstjóri Bióbú.

,,Undanfarin ár höfum við unnið náið með Skúbb og þekkjum því vel til fyrirtækisins. Með fjölgun á útsölustöðum Skúbb er nauðsynlegt að sameina framleiðsluna á einum stað til að hámarka hagkvæmni framleiðslunnar og gæði varanna,“

segir Sverrir.

Fráfarandi framkvæmdastjóri Skúbb, Jóhann Friðrik Haraldsson, kveður félagið sáttur. Skemmtilegt verður að fylgjast með Skúbb vaxa í höndum Bióbús er haft eftir Jóhanni. Hann hefur á undanförnum árum komið að stofnun á nokkrum fyrirtækjum samhliða því að sinna ráðgjafastörfum.

Mynd: facebook / Skúbb

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið