Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bergsson RE opnar á Granda

Birting:

þann

Sjávarklasinn að Grandagarði 16

Bergsson RE er í húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16.

Það eru orðnar all margar vikur síðan að veitingahúsið Bergsson RE var tilbúið til opnunar. Vegna verkfallsaðgerða var það hins vegar ekki fyrr en í gær sem að tókst að ganga frá öllum tilskyldum leyfum og hefja reksturinn formlega. Klukkan ellefu var keyrt í gang og í hádeginu var nær fullsetið á staðnum, að því er fram kemur á vinotek.is.

Það er Bergsson Mathús í Templarasundi sem er móðurstöð Bergsson RE en í eldhúsinu í Húsi sjávarklasans á Granda er það Ólafur Örn Ólafsson sem ræður ríkjum. Hann segir að staðurinn verði opinn í hádeginu alla virka daga, þá verði kaffiveitingar fram eftir degi og staðurinn muni einnig bjóða upp á “happy hour” á barnum fram til klukkan sex.

“Eftir það verður fólk að flytja sig annað, t.d. á Slippbarinn, að minnsta kosti fyrst um sinn,”

segir Ólafur í samtali við vinotek.is.

 

Mynd: Smári

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið