Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bergsson mathús fer ekki neitt
Veitingastaðurinn Bergsson mathús verður áfram starfræktur í Templarasundi 3 eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Þórsgarði ehf., eiganda fasteignarinnar, hefði ekki verið heimilt að segja upp leigusamningi.
Forsaga málsins er sú að Þórsgarður sagði einhliða upp leigusamningi við Bergsson mathús snemma síðasta vor í kjölfar deilna. Við þessa niðurstöðu sætti Bergsson sig ekki. Í framhaldinu höfðaði Þórsgarður mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess var krafist að Bergsson viki úr húsnæðinu, að því er fram kemur á mbl.is.
Þórir Bergsson, eigandi Bergsson mathúss, segist að sjálfsögðu ánægður með niðurstöðuna og á ekki von á því að málinu verði áfrýjað.
„Það var ekki fallist á neitt þeirra atriða sem þeir lögðu upp með“
, segir Þórir í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla