Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bergsson mathús fer ekki neitt
Veitingastaðurinn Bergsson mathús verður áfram starfræktur í Templarasundi 3 eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Þórsgarði ehf., eiganda fasteignarinnar, hefði ekki verið heimilt að segja upp leigusamningi.
Forsaga málsins er sú að Þórsgarður sagði einhliða upp leigusamningi við Bergsson mathús snemma síðasta vor í kjölfar deilna. Við þessa niðurstöðu sætti Bergsson sig ekki. Í framhaldinu höfðaði Þórsgarður mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess var krafist að Bergsson viki úr húsnæðinu, að því er fram kemur á mbl.is.
Þórir Bergsson, eigandi Bergsson mathúss, segist að sjálfsögðu ánægður með niðurstöðuna og á ekki von á því að málinu verði áfrýjað.
„Það var ekki fallist á neitt þeirra atriða sem þeir lögðu upp með“
, segir Þórir í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.