Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bergsson mathús fer ekki neitt
Veitingastaðurinn Bergsson mathús verður áfram starfræktur í Templarasundi 3 eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Þórsgarði ehf., eiganda fasteignarinnar, hefði ekki verið heimilt að segja upp leigusamningi.
Forsaga málsins er sú að Þórsgarður sagði einhliða upp leigusamningi við Bergsson mathús snemma síðasta vor í kjölfar deilna. Við þessa niðurstöðu sætti Bergsson sig ekki. Í framhaldinu höfðaði Þórsgarður mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess var krafist að Bergsson viki úr húsnæðinu, að því er fram kemur á mbl.is.
Þórir Bergsson, eigandi Bergsson mathúss, segist að sjálfsögðu ánægður með niðurstöðuna og á ekki von á því að málinu verði áfrýjað.
„Það var ekki fallist á neitt þeirra atriða sem þeir lögðu upp með“
, segir Þórir í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






