Vertu memm

Uppskriftir

Beikonvafinn bjórdósaborgari – Grilluppskrift

Birting:

þann

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Beikonvafinn bjórdósaborgari
fylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti

Hamborgari
300 g 30% feitt nautahakk (fyrir hvern hamborgara)
2 sneiðar beikon
SPG-kryddblandan eða uppáhalds hamborgarakryddið ykkar
2-3 sveppir
¼ laukur
Olía
2 sneiðar cheddarostur
Kartöflu-hamborgarabrauð
Uppáhalds BBQ-sósan ykkar

Aðferð

  1. Kyndið grillið í 250 gráður.
  2. Mótið kúlu úr hakkinu, þrýstið bjórdós niður í miðjuna og búið til holu í kjötið. Mótið hamborgarann utan um botn bjórdósarinnar. Mjög mikilvægt er að nota bjórdós svo að grillarinn hafi nóg af grillvökva meðan á eldun stendur.
  3. Opnið bjórinn og fáið ykkur sopa.
  4. Skerið sveppi og lauk í sneiðar og steikið upp úr olíu, annars verður hamborgarinn alltof blautur.
  5. Vefjið beikonsneiðum utan um hamborgarann og kryddið með SPG eða uppáhalds hamborgarakryddinu ykkar.
  6. Fyllið hamborgarann með steiktu sveppunum, lauknum, einni sneið af cheddarosti og bbq-sósu.
  7. Grillið hamborgarann á óbeinum hita í u.þ.b. 15 mínútur.
  8. Þegar tvær mínútur eru eftir setjið þið cheddarostsneið yfir.
  9. Hitið hamborgarabrauðið á grillinu í nokkrar sekúndur og setjið borgarann saman. Toppið með bbq-sósu. Það þarf ekkert meðlæti með borgaranum þar sem það er allt inni í hamborgaranum.
  10. Auðvitað getið þið samt bætt við ykkar uppáhalds meðlæti.
Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Beikonvafinn bjórdósaborgari fylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti

Með fylgir klippa úr BBQ þættinum á Stöð 2 fyrr í vetur ásamt uppskrift og aðferð.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Höfundur er Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið