Viðtöl, örfréttir & frumraun
BCI aðalfundur og keppnin Hraðasti Barþjónninn
Barþjónaklúbbur Íslands heldur Aðalfund sinn 2023 í kjallaranum á Sæta Svíninu þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.
Stjórn BCI hvetur alla meðlimi til þess að mæta og nýta atkvæðisrétt sinn. Einnig geta meðlimir komið með tillögu af lagabreytingum. Lög klúbbsins má finna hér!
Léttar veitingar verða í boði á meðan fundi stendur.
Dagskrá Aðalfundar er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar klúbbsins
- Lagabreytingar
- Ákvörðun árgjalds
- Stjórnarkosning
- Kosning endurskoðenda
- Alþjóðlegt samstarf
- Framtíðarhorfur og skipulag
- Önnur mál
Einnig mun fara fram kynning á störfum Barþjónaklúbbs Íslands!
Keppnin Hraðasti Barþjónninn
Eftir Aðalfund verður svo haldin hin árlega keppni um hraðasta barþjóninn í samstarfi við Mekka Wines & Spirits! Keppendur þurfa að gera 3 tegundir af drykkjum á sem skemmstum tíma. Öll tæki, tól og hráefni verða á staðnum og þurfa því keppendur ekki að koma með neitt með sér.
Dómarar verða Richard Cookson, hraðasti barþjónninn árið 2022 og Elna María Tómasdóttir, varaforseti BCI.
Skráning í keppnina fer fram með því að senda tölvupóst með nafni og vinnustað á [email protected]
ATH! Takmarkað pláss er fyrir keppendur, þannig að við hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst! Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Karaoke vélin
Eftir keppni verður svo kveikt á Karaoke vélinni og verður sungið og dansað fram á nótt.
Allir barþjónar geta mætt og skráð sig í klúbbinn, ásamt því að taka þátt í kvöldinu.
Dagskrá kvöldsins:
- 18:00 – Húsið opnar, léttar veitingar og ,,mingle”
- 19:00 – Aðalfundur hefst
- 20:30 – Keppnin um hraðasta barþjóninn
- 22:30 – Karaoke partý
Stjórn BCI hlakkar til að sjá sem flesta á Sæta Svíninu, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00 !
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






