Viðtöl, örfréttir & frumraun
BCI aðalfundur og keppnin Hraðasti Barþjónninn
Barþjónaklúbbur Íslands heldur Aðalfund sinn 2023 í kjallaranum á Sæta Svíninu þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.
Stjórn BCI hvetur alla meðlimi til þess að mæta og nýta atkvæðisrétt sinn. Einnig geta meðlimir komið með tillögu af lagabreytingum. Lög klúbbsins má finna hér!
Léttar veitingar verða í boði á meðan fundi stendur.
Dagskrá Aðalfundar er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar klúbbsins
- Lagabreytingar
- Ákvörðun árgjalds
- Stjórnarkosning
- Kosning endurskoðenda
- Alþjóðlegt samstarf
- Framtíðarhorfur og skipulag
- Önnur mál
Einnig mun fara fram kynning á störfum Barþjónaklúbbs Íslands!
Keppnin Hraðasti Barþjónninn
Eftir Aðalfund verður svo haldin hin árlega keppni um hraðasta barþjóninn í samstarfi við Mekka Wines & Spirits! Keppendur þurfa að gera 3 tegundir af drykkjum á sem skemmstum tíma. Öll tæki, tól og hráefni verða á staðnum og þurfa því keppendur ekki að koma með neitt með sér.
Dómarar verða Richard Cookson, hraðasti barþjónninn árið 2022 og Elna María Tómasdóttir, varaforseti BCI.
Skráning í keppnina fer fram með því að senda tölvupóst með nafni og vinnustað á [email protected]
ATH! Takmarkað pláss er fyrir keppendur, þannig að við hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst! Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Karaoke vélin
Eftir keppni verður svo kveikt á Karaoke vélinni og verður sungið og dansað fram á nótt.
Allir barþjónar geta mætt og skráð sig í klúbbinn, ásamt því að taka þátt í kvöldinu.
Dagskrá kvöldsins:
- 18:00 – Húsið opnar, léttar veitingar og ,,mingle”
- 19:00 – Aðalfundur hefst
- 20:30 – Keppnin um hraðasta barþjóninn
- 22:30 – Karaoke partý
Stjórn BCI hlakkar til að sjá sem flesta á Sæta Svíninu, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00 !

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?