Vertu memm

Freisting

Bautinn, Akureyri

Birting:

þann

Vorið 1902 fékk Eggert Laxdal, kaupmaður á Akureyri, útmælda lóð austan Hafnarstrætis. Á lóðinni byggði hann verslunar og íbúðarhús þar sem nú er Bautinn. Austan við Bautahúsið byggði hann vörugeymslu þar nú er Smiðjan. Heimild: www.bautinn.is

Hjörtur Howser segir hér frá reynslu sinni á veitingastaðnum Bautinn á Akureyri og fer með fögrum orðum yfir matnum og þjónustu.

Ekki hef ég tölu á því hve oft ég hef borðað á Bautanum á Akureyri í gegnum tíðina en á 30 árum eru skiptin ófá. Ég borðaði þar á 17. júni, hrefnukjöt, og félaginn fékk sér hamborgara.

Reyndar engan venjulegan hamborgara því þeir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir á matseðlinum, háskólaborgarinn með beikoni og eggi, sá mexikóski með chilihjúp, franski borgarinn með camembert og texas BBQ sá sem pantaður var. Hann var stórfínn og hrefnukjötið mitt var algjört lostæti, sannarlega heimsóknarinnar virði.

Villibráðarósan var blönduð gráðaosti og vínberjum og spilaði dásamlegan dúett með sjávarspendýrinu. Svo fylgdi þessu týttiberjasulta sem kórónaði máltíðina. Súpan á undan var rjómalöguð, bragðgóð og lystug og salatbarinn er flottur. Ég dáist að kokkum sem geta haldið ró sinni eins og Bautamenn gerðu þó biðröðin næði langt yfir á göngugötuna, ekkert óðagot hér og allir fengu góðan mat og þurftu ekki að bíða óeðlilega lengi eftir honum.

Stúlkurnar sem framreiddu voru elskulegar og brosmildar, þeim leiddist ekki í vinnunni og þá leiðist kúnnanum ekki heldur.

Greint frá á bloggsíðu Hjartar

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið