Vín, drykkir og keppni
Barþjónanámskeið fyrir veitingamenn á Norðurlandi – ókeypis og fræðandi laugardagur fram undan
Barþjónanámskeið verður haldið á Norðurlandi laugardaginn 3. maí. Námskeiðið fer fram á Eyju Vínstofu frá kl. 16:00 til 17:00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Að námskeiðinu standa Drykkur heildsala og Marberg.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Gundars Eglitis, Brand Ambassador fyrir Marberg, en hann mun kynna fjölbreytta möguleika vörunnar og miðla þekkingu sinni á framsetningu og notkun hennar í barþjónustu.
Pláss á námskeiðið er takmarkað og eru veitingamenn því hvattir til að skrá sig tímanlega með því að senda tölvupóst á [email protected].
Frekari upplýsingar um Drykkur heildsölu og Marberg vörulínuna má finna á heimasíðunni www.drykkur.is.
Vonast er til að sem flestir veitingamenn á svæðinu nýti sér þetta tækifæri til fræðslu og tengslamyndunar.
Mynd: facebook / Eyja Vínstofa & Bistro
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






