Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Barþjónanámskeið fyrir veitingamenn á Norðurlandi – ókeypis og fræðandi laugardagur fram undan

Birting:

þann

Eyja Vínstofa & Bistro

Námskeiðið fer fram á Eyju Vínstofu laugardaginn 4. maí kl. 16:00–17:00.

Barþjónanámskeið verður haldið á Norðurlandi laugardaginn 3. maí. Námskeiðið fer fram á Eyju Vínstofu frá kl. 16:00 til 17:00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Að námskeiðinu standa Drykkur heildsala og Marberg.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Gundars Eglitis, Brand Ambassador fyrir Marberg, en hann mun kynna fjölbreytta möguleika vörunnar og miðla þekkingu sinni á framsetningu og notkun hennar í barþjónustu.

Pláss á námskeiðið er takmarkað og eru veitingamenn því hvattir til að skrá sig tímanlega með því að senda tölvupóst á [email protected].

Frekari upplýsingar um Drykkur heildsölu og Marberg vörulínuna má finna á heimasíðunni www.drykkur.is.

Vonast er til að sem flestir veitingamenn á svæðinu nýti sér þetta tækifæri til fræðslu og tengslamyndunar.

Mynd: facebook / Eyja Vínstofa & Bistro

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið