Markaðurinn
Barbie æðið tekið alla leið í matargerð – Bleikt pasta með burrata eftir Helgu Möggu
Rauðrófur eru eitt það allra jólalegasta í mínum huga. Fyrir utan það að gefa dásamlegan lit þá eru þær góðar fyrir alla og sérstaklega þá sem eru að æfa mikið, algjör ofurfæða. Talið er að rauðrófur geti hjálpað til við að lækka blóðþrýsting og minnkað bólgur í líkamanum.
Rauðrófur eru stútfullar af trefjum, vítamínum og steinefnum. Svo er einfaldlega gaman að borða allt sem er bleikt og fallegt. Þessi réttur er bæði fljótlegur og einfaldur, akkúrat það sem við þurfum í desember.
4 skammtar
Innihald:
220 g forsoðnar rauðrófur 1 – 2 eftir stærð
150 g kotasæla
220 g kjúklingabaunir (ein dós)
safi úr einni sítrónu 2 – 3 msk
1 – 2 hvítlauksrif
1 tsk kúmín
pipar og smá salt
1 bolli pastavatn
500 g pasta
2 burrata ostar
fersk basilíka sem skraut
Kjúklingabaununum er hellt í sigti og safinn tekinn frá, ég reyni að taka mesta af hýðinu af baununum. Öllum innihaldsefnunum er svo blandað saman í blandara eða matvinnsluvél. Pasta soðið og 1 bolli pastavatn settur úr í blandarann og blandað saman. Ég geymi oft smá auka pastavatn ef mér finnst vanta meira. Það er fínt að smakka sósuna til og salta í lokin ef þér finnst þurfa salt.
Þegar rétturinn er settur á hvern disk er gott að bera hann fram með ólífu olíu og smá salti og pipar svo hver og einn geti fengið sér á sinn disk.
Næring í 100 g
Kolvetni: 18,8 g
Prótein: 7,4 g
Fita: 4,3 g
Trefjar: 1,3 g
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða bleikt pasta með burrata.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
@helgamagga.is Góð næring fyrir jólin, bleikt pasta með burrata osti ✨ #ms #burratapasta #ad
♬ Holly Jolly Christmas (Sped Up) – Michael Bublé & Sped Up Songs + Nightcore
Skoða uppskrift nánar hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins