Freisting
Bakterían fannst ekki í sýnum af amerísku spínati
Ekkert bendir til þess að amerískt spínat sem innkallað var af íslenskum markaði í liðinni viku hafi verið mengað. Innköllunin var varúðarráðstöfun og byggðist ekki á því að varan væri menguð.
Eins og fram hefur komið ákváðu nokkrir framleiðendur spínats í Bandaríkjunum að grípa til þeirrar varúðarráðstöfunar að innkalla af markaði allt ferskt spínat á meðan á rannsókn stæði yfir á hugsanlegri tengingu þess við matarsýkingar af völdum E. coli O157:H7 þar ytra.
Innköllun þessi náði til nokkurra vörutegunda sem voru til sölu hérlendis og brugðist innlendir innflytjendur og söluaðilar fljótt og vel við og tóku af eigin frumkvæði allt Bandarískt spínat af markaði.
Matvælaeftirlit Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar tók í kjölfarið sýni til rannsókna af þeim vörum sem innkallaðar voru. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar sem rannsakaði sýnin greindust engar E. coli bakteríur í sýnunum og því ekkert sem bendir til þess að vörur mengaðar af bakteríunni hafi verið fluttar til landsins.
Rannsókn á uppruna sýkingarinnar í Bandaríkjunum er enn í fullum gangi og mun dreifing á spínati þaðan ekki hefjast að nýju fyrr en framleiðendur ytra geta tryggt öryggi vörunnar,“ að því er segir í tilkynningu frá umhverfissviði.
Greint frá á Mbl.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu