Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bæjarins Beztu: „Tryggva hefur verið boðið í viðtal …. Boltinn er hjá honum“
Í Íslandi í dag á Stöð tvö, sem sýndur var 23. maí s.l., var farið yfir víðan völl og það var margt um dýrðir í mánudagsútgáfu Íslands í dag í umsjón Snorra Mássonar.
Unglingavinnan er barnaþrælkun
Heitar umræður spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu, en þar segir hann:
Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.
– Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu.
– Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau.
– Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.
— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022
Tilefni þess þá fóru þáttastjórnendur Íslands í dag og fjölluðu um atvinnumál unga fólksins, en innslagið má sjá hér að neðan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu.
Ari Theodore mun líklega vinna í uppvaskinu á Hótel Borg í sumar, en eins og margir vita, þá opnaði einvalalið fagfólks nýjan veitingastað á Hótel Borg í apríl s.l., sjá nánar hér.
Tryggvi, nemandi Hagaskóla, greindi frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins beztu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið.
Bæjarins Beztu hafa svarað þessu með facebook færslu: „Tryggva hefur verið boðið í viðtal …. Boltinn er hjá honum“ og vísar í frétt á visir.is.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta