Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bæjarins Beztu: „Tryggva hefur verið boðið í viðtal …. Boltinn er hjá honum“
Í Íslandi í dag á Stöð tvö, sem sýndur var 23. maí s.l., var farið yfir víðan völl og það var margt um dýrðir í mánudagsútgáfu Íslands í dag í umsjón Snorra Mássonar.
Unglingavinnan er barnaþrælkun
Heitar umræður spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu, en þar segir hann:
Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.
– Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu.
– Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau.
– Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.
— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022
Tilefni þess þá fóru þáttastjórnendur Íslands í dag og fjölluðu um atvinnumál unga fólksins, en innslagið má sjá hér að neðan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu.
Ari Theodore mun líklega vinna í uppvaskinu á Hótel Borg í sumar, en eins og margir vita, þá opnaði einvalalið fagfólks nýjan veitingastað á Hótel Borg í apríl s.l., sjá nánar hér.
Tryggvi, nemandi Hagaskóla, greindi frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins beztu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið.
Bæjarins Beztu hafa svarað þessu með facebook færslu: „Tryggva hefur verið boðið í viðtal …. Boltinn er hjá honum“ og vísar í frétt á visir.is.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati