Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bæjarins Beztu: „Tryggva hefur verið boðið í viðtal …. Boltinn er hjá honum“
Í Íslandi í dag á Stöð tvö, sem sýndur var 23. maí s.l., var farið yfir víðan völl og það var margt um dýrðir í mánudagsútgáfu Íslands í dag í umsjón Snorra Mássonar.
Unglingavinnan er barnaþrælkun
Heitar umræður spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu, en þar segir hann:
Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.
– Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu.
– Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau.
– Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.
— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022
Tilefni þess þá fóru þáttastjórnendur Íslands í dag og fjölluðu um atvinnumál unga fólksins, en innslagið má sjá hér að neðan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu.
Ari Theodore mun líklega vinna í uppvaskinu á Hótel Borg í sumar, en eins og margir vita, þá opnaði einvalalið fagfólks nýjan veitingastað á Hótel Borg í apríl s.l., sjá nánar hér.
Tryggvi, nemandi Hagaskóla, greindi frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins beztu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið.
Bæjarins Beztu hafa svarað þessu með facebook færslu: „Tryggva hefur verið boðið í viðtal …. Boltinn er hjá honum“ og vísar í frétt á visir.is.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi