Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bæjarins beztu opna á Keflavíkurflugvelli
Bæjarins beztu pylsur hafa opnað sinn annan sölustað á Keflavíkurflugvelli – og nú í ekta pylsuvagni. Um er að ræða svokallað pop-up rekstrarrými á biðsvæði í suðurbyggingu sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um.
Isavia auglýsti í vetur eftir aðilum til að reka veitingasölu í pop-up rýmum á biðsvæði í suðurbyggingu Keflavíkurflugvallar. Biðsvæðið er fyrir farþega sem hafa farið í gegnum landamæri og eru á leið til landa utan Schengen-svæðisins.
Stór hluti þeirra sem fara um biðsvæðið eru tengifarþegar sem dvelja að meðaltali aðeins um klukkustund í flugstöðinni. Því var lögð rík áhersla á afgreiðsluhraða við val á veitingaaðila fyrir pop-up rýmið.
„Við viljum að gestir Keflavíkurflugvallar finni fyrir og upplifi Ísland þegar þeir eru þar og það er fátt íslenskara en Bæjarins bezstu pylsur. Hróður Bæjarins beztu hefur borist víða og því gleður það okkur að geta boðið gestum vallarins upp á hinar margrómuðu pylsur þeirra.
Farþegum á flugvellinum hefur fjölgað verulega á síðustu mánuðum og við sjáum fram á að sumarið í ár verði eitt það stærsta frá upphafi og því góð viðbót að geta boðið upp á þekkta vöru og hraða þjónustu.“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildastjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Pylsuvagninn góðkunni hóf fyrst rekstur árið 1937 í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hafa Bæjarins beztu boðið höfuðborgarbúum og nærsveitamönnum upp á sínar víðfrægu pylsur en í dag eru staðirnir orðnir 10 talsins; 7 staðir á höfuðborgarsvæðinu og 3 á Suðurnesjum að nýja staðnum meðtöldum.
Pop-up staður Bæjarins beztu á Keflavíkurflugvelli verður til eins árs en fyrir er staðurinn með útibú í 10-11 í komusal Keflavíkurflugvallar.
Mynd: isavia.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






