Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Axel og Ingibjörg með skemmtilegt súkkulaðinámskeið á vegum Nóa Síríus

Birting:

þann

Axel Þorsteinsson og Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir Konditorar

Axel Þorsteinsson og Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir Konditorar

Á námskeiðinu sýna Axel Þorsteinsson og Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir Konditorar gestum hvernig útbúa má ekta konfekt á einfaldan hátt.

Við vorum tveir félagarnir sem ákváðu að fara á námskeiðið sem haldið var í Nóa Síríus að hesthálsi 2-4 klukkan 19:00 á þriðjudegi.

Þegar við mættum þá settumst við niður við fimm manna borð og við hvert sæti var bæklingur með molunum sem var verkefni kvöldsins, uppskriftir af þeim og einnig leiðbeiningar hvernig tempra ætti súkkulaði á þrjá vegu.

Þegar allir voru búnir að koma sér fyrir hóf Axel og Ingibjörg að kynna sig og sögu Nóa Síríus, og útskýrðu hvernig námskeiðið myndi ganga fyrir sig, svo tók við mjög góð lýsing á því af hverju við viljum hafa súkkulaðið temprað og hvað er að gerast í súkkulaðinu þegar við erum að tempra það. Farið var yfir hvert hitastigið á að vera þegar unnið er með súkkulaði og útskýrði Axel hvernig á að tempra súkkulaði og allar aðferðirnar sem voru á blaðinu, þannig að hver sem er gæti temprað súkkulaði.

Axel og Ingibjörg með súkkulaðinámskeið á vegum Nóa Síríus

Þegar kynningin var búin þá tóku þau tvö og tvö borð upp til sín til að byrja á fyrstu molunum, Axel tók tvö borð til sín til þess að setja fyllingu í mola með piparmyntu- eða lakkrísfyllingu og á meðan var Ingibjörg með næstu tvö borð að gera hnetu-, og marsipanmola. Þegar allir voru búnir að gera fyrstu molana þá sýndi Axel okkur hvernig ætti að setja botninn á fylltu molana og hvernig ætti að tempra hvítt súkkulaði.

Á meðan undirbjó hún Ingibjörg næstu mola þannig við þurftum ekkert að bíða eftir neinu, næstu molar voru mokkatruffla, Iris cream pipp trufflur og banana molar. Iris cream pipp trufflunum var dýft ofan í tempraða hvíta súkkulaðið, mokkatrufflunum ofan í kakóduft og banana- og marsipanmolunum í temprað 56% súkkulaði og skreytt með ristuðum möndlum eða kókós, allt þetta gekk vel fyrir sig og allir voru alveg virkilega ánægðir með útkomina.

Þegar allir voru búnir að klára að hjúpa og skreyta molana sína fengum við að horfa á mjög flott vídeó af öllu ferlinu, þ.e. súkkulaði ávöxturinn er týndur og alveg þar til hægt er að fara að blanda súkkulaðið.

Þegar vídeóið var búið þá var komið að því að taka fylltu molana úr mótunum og skipta þeim á milli manna og pakka þeim í öskjur. Hver og einn tók með sér um 25-30 mola og fóru allir brosandi út að eyrum og með súkkulaði út á kinn af þessu frábæra námskeiði.

Fræðandi og mjög skemmtilegt námskeið sem hentar bæði fagmönnum og áhugamönnum um súkkulaði og konfektgerð, vel skipulagt og tíminn nýttur vel.

 

/Bragi

twitter og instagram icon

 

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið