Vertu memm

Uppskriftir

Austurlensk Blómkálssúpa með cummin og turmeric

Birting:

þann

Blómkálshöfuð - Blómkál

750 ml Mjólk
2 söxuð hvítlauksrif
1 tsk turmeric
1 tsk cummin (ekki malað)
1 stórt blómkálshöfuð
4 vorlaukar í bitum
1 msk saxað engifer
salt
pipar
50 gr Stökksteiktir baconteningar
4 þykkar sneiðar ciabatta brauð
50 gr rifinn ferskur parmesan
30 ml extra virgin ólífuolía

Setjið mjólk, hvítlauk, krydd, engifer, lauk og blómkál saman í pott og sjóðið rólega saman í 10 mínútur.

Maukið saman með mauksprota eða í matvinnsluvél. Skerið brauðið í grófa teninga og veltið upp úr parmesan og olíu.

Setjið á smjörpappír í ofnskúffu og ristið í ofni stutta stund eða þartil brauðið er orðið fallega ristað.

Framreiðið súpuna í fallegum skálum og stráið brauði og baconi yfir.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið