Veitingarýni
Austurlandahraðlestin í Lækjargötu – Veitingarýni
Við félagarnir fórum eitt hádegi á Austurlandahraðlestina í Lækjargötu þar sem við höfðum heyrt mikið hrós á staðinn og vildum við upplifa það með eigin augum.
Fyrst pöntuðum við:

Indversk gulrótasúpa
Bragðmikil indversk súpa gerð úr gulrótum, kókos, kryddum og engiferi. Borin fram með naan smábrauði.
Mjög góð súpa, vel krydduð, en leið fyrir það, að það var ekkert gulrótarbragð af henni.
Síðan var það hádegistilboð staðarins:

Thali inniheldur tvo kjúklingarétti og einn grænmetisrétt (eða þrjá grænmetisrétti fyrir þá sem ekki vilja kjöt), hvítlauks naan brauð, raitha jógúrtsósu, sætt mangó chutney og pappad smábrauð.
Þetta smakkaðist alveg fantavel ein besta indverska máltíð sem ég hef borðað hér á Íslandi, óvenjulega vel útilátið, bragðið var kröftugt en ekki þó þannig að það angraði.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.