Frétt
Átján manns sóttu um starf forstjóra Matvælastofnunar
Alls bárust átján umsóknir um starf forstjóra Matvælastofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 4. maí 2020.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar nefnd til að meta hæfni umsækjenda.
Umsækjendur eru:
- Björgvin Jóhannesson, markaðs- og fjármálastjóri
- Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri
- Egill Steingrímsson, yfirdýralæknir
- Elsa Ingjaldsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri
- Helga R. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður
- Hildur Kristinsdóttir, gæðastjóri
- Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Dr. Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri
- Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri
- Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir
- Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
- Sigurður Eyberg Jóhannsson, verkefnisstjóri
- Svavar Halldórsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og háskólakennari
- Dr. Sveinn Margeirsson, sjálfsstætt starfandi ráðgjafi
- Sverrir Sigurjónsson, lögmaður
- Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
- Viktor S. Pálsson, sviðsstjóri
- Þorvaldur H. Þórðarson, sviðsstjóri
Birtir eru nýjustu starfstitlar umsækjenda samkvæmt umsóknargögnum.
Nefndin mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu