Vertu memm

Frétt

Átján manns sóttu um starf forstjóra Matvælastofnunar

Birting:

þann

Ísland - Reykjavík - Hallgrímskirkja

Alls bárust átján umsóknir um starf forstjóra Matvælastofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 4. maí 2020.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar nefnd til að meta hæfni umsækjenda.

Umsækjendur eru:

  • Björgvin Jóhannesson, markaðs- og fjármálastjóri
  • Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri
  • Egill Steingrímsson, yfirdýralæknir
  • Elsa Ingjaldsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri
  • Helga R. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður
  • Hildur Kristinsdóttir, gæðastjóri
  • Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  • Dr. Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri
  • Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri
  • Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir
  • Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
  • Sigurður Eyberg Jóhannsson, verkefnisstjóri
  • Svavar Halldórsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og háskólakennari
  • Dr. Sveinn Margeirsson, sjálfsstætt starfandi ráðgjafi
  • Sverrir Sigurjónsson, lögmaður
  • Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
  • Viktor S. Pálsson, sviðsstjóri
  • Þorvaldur H. Þórðarson, sviðsstjóri

Birtir eru nýjustu starfstitlar umsækjenda samkvæmt umsóknargögnum.

Nefndin mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið