Bocuse d´Or
Athugið að umsóknarfrestur fyrir Bocuse d´Or er að renna út

Sturla Birgisson (F.v.) dómari fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Sturla hefur verið dómari fyrir hönd Íslands allt til ársins 2001.
Íslendingar hafa verið með frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi 6 bestu þjóða í heiminum í matreiðslu og er óhætt að krefjast árangurs í komandi keppnum.
Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or.
Leitin er hafin að næsta keppanda í Bocuse d´Or 2018-2019
Bocuse d´Or Evrópa fer fram í Turin á Ítalíu 10. – 12. júní 2018. Þar munu tuttugu keppendur frá jafnmörgum evrópulöndum keppa um að komast í Bocuse d´or heimsmeistarakeppnina í Lyon, janúar 2019.
Hæfniskröfur:
- Hafa keppt í matreiðslukeppni áður.
- Brennandi áhugi og metnaður á matreiðslu.
Það sem umsækjandinn þarf að gera:
- Finna sér aðstoðarmenn ( sá sem er í búrinu má ekki vera 22 á árinu).
- Gera metnaðarfullt æfingarplan fyrir 1. janúar 2018.
- Finna sér þjálfara.
Bocuse d´Or kandídat Íslands 2018-2019 fær í verðlaun:
- 300 þúsund króna styrkur fyrir hönnun og smíði á keppnis fati.
- 150.000 kr úttektarheimild í Fastus.
- Æfingagallar frá Kentaur.
- Aðgangur að Merkingu við smíð á formum.
- Fær fullan stuðning og aðgang að Bocuse d´or akademíunni, auk þess að gerast meðlimur í Bocuse d´or akademu Íslands.
Umsóknarfrestur er til 16. júní 2017.
Áhugasamir sendið mail á [email protected] og/eða [email protected]
Ef spurningar vakna og menn vilja forvitnast um æfingarferlið og keppnina endilega hafið samband við okkur. Viktor: 852-6757 eða Sigga Helga: 820 -9933.
Bestu kveðjur,
Bocuse d´Or akademian
Mynd: Etienne Heimermann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý





