Frétt
Áskorun samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði til stjórnvalda varðandi aðgerða vegna takmarkana
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) lýsir hér með yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem aftur er komin upp í samfélaginu vegna covid-19.
Engin úrræði hafa verið sett fram af hálfu stjórnvalda, enn sem komið er, í kjölfar nýjustu takmarkanna sem settar voru á þann 12. nóvember síðastliðinn og eiga að gilda til 8. desember næstkomandi. Í dag er 3. desember og enn algjör óvissa hvað verður þann 8. desember.
Frá því að takmarkanir tóku gildi hefur fjöldi viðskiptavina á veitingastöðum og börum landsins hríðfallið. Veitingarekstur var loksins að ná sér á strik en nýjustu takmarkanir hafa því miður sett stórt strik í það bataferli. Starfsemi fyrirtækja á veitingamarkaði hefur verið takmörkuð einna mest af öllum atvinnugreinum í landinu síðastliðin tvö ár þar sem strangari reglur hafa verið settar á þau fyrirtæki og má þá sérstaklega nefna starfsemi öldhurhúsa og skemmtistaða sem hreinlega hefur verið gert ókleift að halda úti starfsemi.
Mikil óvissa ríkir því um framtíð fyrirtækja í veitingarekstri, sérstaklega um þessar mundir þar sem jól og áramót hafa í gegnum tíðina verið ein helsta tekjulind þeirra og tekjuhæsta tímabil ársins fyrir mörg fyrirtæki. Undirbúningur jóla- og áramótavertíðarinnar var þegar hafin og fyrirtæki búin að gera hefðbundnar ráðstafanir, til að mynda ráða starfsmenn aftur í fullt starf og jafnvel bæta við sig starfsmönnum fyrir aukin umsvif yfir hátíðirnar. Rekstrargrundvöllur stendur því á mjög veikum grunni þar sem fyrirtæki og einstaklingar afbóka jóla- og áramótaviðburði í kjölfarið á samfélagsumræðu og takmörkunum.
Þegar takmarkanir eru settar á með stuttum fyrirvara og engin úrræði í boði sitja rekstraraðilar uppi með allan kostnað. Sjá það allir sem vilja að slíkt rekstrarumhverfi leiðir okkur, því miður, í eina átt.
Það er óboðlegt að stjórnvöld takmarki starfsemi fyrirtækja svo án þess að komið sé til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. Það á að vera eitt af forgangsverkum nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þeirri óvissu og óöryggi sem skapast meðal rekstraraðila og starfsmanna á veitingamarkaði þegar gripið er til aðgerða með jafn stuttum fyrirvara og raun ber vitni.
Hér með skorar SVEIT á nýmyndaða ríkisstjórn Íslands að hlúa að veitingageiranum, sem telur tæplega 1.000 fyrirtæki þar sem um 10.000 manns starfa, með sértækum aðgerðum og tryggja rekstraraðilum úrræði við hæfi miðað við gildandi takmarkanir og þann stutta viðbragðstíma sem rekstraraðilar fengu til að bregðast við hertum aðgerðum.
Þar sem við erum við það að sigla öll saman inn í þriðja ár kórónuveirufaraldursins vill SVEIT benda á að sóttvarnaraðgerðir eru mikilvægar og SVEIT tekur sannarlega þátt í þeim af fullum krafti. Árangur í baráttunni við farsóttina næst eingöngu ef allir þegnar samfélagsins standa saman.
Af því sögðu er stjórn og framkvæmdastjóri SVEIT boðin og búin að aðstoða við útfærslu aðgerða og spennt að opna samtalið við nýja ríkisstjórn.
Virðingarfyllst fyrir hönd stjórnar SVEIT,
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin