Markaðurinn
Ásbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
Ásbjörn Ólafs þekkja flestir ef ekki allir í veitingageiranum enda verið einn stærsti aðilinn á Horeca markaði í mörg ár.
Gæðavörumerki, sterkir framleiðendur og góð þjónusta einkennir starfsemi Ásbjarnar og hefur starfsfólkið ávallt þarfir viðskiptavina að leiðarljósi.
Flutningur í nýtt og glæsilegt húsnæði
Ásbjörn hefur í langan tíma verið með sýningarsal sinn við Köllunarklettsveg 6 en í október síðastliðnum flutti fyrirtækið starfsemi sína á Suðurlandsbraut 26. Þar má nú finna glæsilegan sýningarsal ásamt því geta nú gestir og gangandi komið við og gert góð kaup.
Yfir 9.000 vörur á afslætti
Þessa dagana stendur yfir lagersala hjá Ásbirni á vefsíðu fyrirtækisins, www.asbjorn.is og má þar gera einstaklega góð kaup. Vöruúrvalið á lagersölunni er gríðarlega mikið og hentar bæði fyrir aðila í veitingageiranum jafnt sem aðra sem vilja endurnýja búsáhöld og fleira heima fyrir á nýju ári.
Þar má finna yfir 9000 vörur frá fjölda þekktra vörumerkja á frábærum afslætti til og með 2. febrúar.
Opnunartími á Suðurlandsbraut
Meðfylgjandi eru myndir úr nýja sýningarsalnum á Suðurlandsbrautinni og við bjóðum núverandi og nýja viðskiptavini velkomna þangað. Opnunartími er 08:00-16:00 virka daga nema föstudaga en þá er opið 09:00-16:00
Þökkum viðskiptin á liðnum árum og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað.
Kærar kveðjur
Starfsfólk Ásbjarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?














