Frétt
Asahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
Asahi, einn stærsti drykkjarframleiðandi Japans, hefur staðfest að allt að 1,5 milljón persónuupplýsingar viðskiptavina, samstarfsaðila og starfsmanna gætu hafa komist í hendur óprúttinna aðila eftir umfangsmikla netárás.
Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins geta upplýsingar á borð við nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang hafa verið afhjúpaðar. Jafnframt er talið að gögn tengd ytri verktökum, núverandi og fyrrverandi starfsfólki sem og fjölskyldumeðlimum þeirra geti verið í áhættuhópi. Asahi tók þó fram að engar vísbendingar væru um að gögnin hefðu þegar verið misnotuð.
Árásin hafði veruleg áhrif á daglega starfsemi Asahi. Pöntunarkerfi, dreifing, sendingar og þjónustuver trufluðust tímabundið sem leiddi til skorts á vörum í verslunum og á veitingastöðum víða í Japan. Fyrirtækið vinnur nú að því að koma rekstri í fullan gang á ný og stefnir að því að endurheimta eðlilegt flæði í dreifikerfinu fyrir febrúar 2026.
Asahi hefur beðist velvirðingar á óþægindum og tilkynnt að nú verði ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að styrkja öryggiskerfi, endurskoða eftirlit og bæta afritunar- og varnarlýsingar til framtíðar. Fyrirtækið leggur áherslu á að engin krafa tengd gagnagíslatöku hafi verið greidd og að rannsókn málsins haldi áfram í samstarfi við japönsk yfirvöld og sérfræðinga í netöryggi.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






