Viðtöl, örfréttir & frumraun
Arnar Pétursson margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum, bauð í smakk á Lemon – Hvað er best að borða fyrir hlaup? – Myndir
Arnar Pétursson er einn besti hlaupari á Íslandi, en hann hefur unnið 64 Íslandsmeistara titla í hlaupum. Aðspurður segir hann að mataræði skipti miklu máli og að hann fái oft spurninguna „hvað er best að borða fyrir hlaup“.
„Ég treysti á Lemon til að fá hágæða næringu sem styður við mínar æfingar og því fannst mér spennandi að fá að gera með þeim samloku og djús, svokallað kombó sem er frábært að fá sér fyrir hlaup,“
segir Arnar.
„Kombóið er komið í sölu á Lemon og fer salan vel á stað, enda margir sem eru að huga að því hvað er gott að fá sér fyrir æfingu. En auðvitað er hægt að fá sér þetta kombó hvenær sem. Samlokan heitir Butterfly og er með þeyttu smjöri, avocado og rifsberjasultu.
Djúsinn er berjabomba og heitir Berry Bliss, en í honum eru bláber, hindber, jarðarber og epli,“
segir Gurrý Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.
„Ég er á fullu að æfa og því frábært að geta farið á Lemon og fengið mér bestu næringuna fyrir hlaup, þarf þá ekki sjálfur að mixa þetta heima“
segir Arnar. En hann hefur fengið sér þessa samsetningu á samloku í þó nokkurn tíma.
„Nú eru margir að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið og því tilvalið að prófa að fá sér nýju samlokuna fyrir æfingu,“
segir Arnar að lokum.
Boðið var í smakkpartý föstudag sl og var vel mætt enda margir æstir í að smakka þetta frábæra kombó. Eins og sést þá var mikið um fjör í smakkinu og margir gesta sem ræddu við Arnar um hlaup og fengu ýmis önnur góð ráð hjá honum en ráð um mataræði.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin