Viðtöl, örfréttir & frumraun
Arnar Pétursson margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum, bauð í smakk á Lemon – Hvað er best að borða fyrir hlaup? – Myndir
Arnar Pétursson er einn besti hlaupari á Íslandi, en hann hefur unnið 64 Íslandsmeistara titla í hlaupum. Aðspurður segir hann að mataræði skipti miklu máli og að hann fái oft spurninguna „hvað er best að borða fyrir hlaup“.
„Ég treysti á Lemon til að fá hágæða næringu sem styður við mínar æfingar og því fannst mér spennandi að fá að gera með þeim samloku og djús, svokallað kombó sem er frábært að fá sér fyrir hlaup,“
segir Arnar.
„Kombóið er komið í sölu á Lemon og fer salan vel á stað, enda margir sem eru að huga að því hvað er gott að fá sér fyrir æfingu. En auðvitað er hægt að fá sér þetta kombó hvenær sem. Samlokan heitir Butterfly og er með þeyttu smjöri, avocado og rifsberjasultu.
Djúsinn er berjabomba og heitir Berry Bliss, en í honum eru bláber, hindber, jarðarber og epli,“
segir Gurrý Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.
„Ég er á fullu að æfa og því frábært að geta farið á Lemon og fengið mér bestu næringuna fyrir hlaup, þarf þá ekki sjálfur að mixa þetta heima“
segir Arnar. En hann hefur fengið sér þessa samsetningu á samloku í þó nokkurn tíma.
„Nú eru margir að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið og því tilvalið að prófa að fá sér nýju samlokuna fyrir æfingu,“
segir Arnar að lokum.
Boðið var í smakkpartý föstudag sl og var vel mætt enda margir æstir í að smakka þetta frábæra kombó. Eins og sést þá var mikið um fjör í smakkinu og margir gesta sem ræddu við Arnar um hlaup og fengu ýmis önnur góð ráð hjá honum en ráð um mataræði.
- Svanhildur Guðlaugsdóttir, Helga Laufey Guðmundsdóttir, Hildur Björk Guðmundsdóttir og Aðalheiður Kristjánsdóttir
- Arnar Pétursson, Salka Sigrún Arnarsdóttir og Sara Björk Þorsteinsdóttir
- Gurrý Indriðadóttir, Tómas Bolli Hafþórsson og Jóhanna Soffía Birgisdóttir
- Eydís Hauksdóttir, Rósa Gunnlaugsdóttir, Einar Grétarsson og Arnar Pétursson
- Elvar Páll Sigurðursson, Elís Arnar Elvarsson, Ívar Arnarsson, Elvar Alex Arnarsson
- Guðjón Frímann Þórunnarson, Kamilla Guðjónsdóttir, Elín Lóa Elíasdóttir og Salbjörg Jónsdóttir
- Gísli Sveinbergsson og Nína Margrét Daðadóttir
- Linda Karlsdóttir og Arnar Pétursson
- Gurrý Indriðadóttir, Hildur Björk Guðmundsdóttir og Jóhanna Soffía Birgisdóttir
- Victor Guðmundsson, Hjalti Sigmundsson, Heiðrún Hödd Jónsdóttir og Bragi Michaelsson
- Þórunn Sigurðardóttir og Helga Dís Matthíasdóttir
- Þórólfur Ingi Þórsson og Arnar Pétursson
- Jóna Þórey Pétursdóttir Salka Sigrún Arnarsdóttir og Arna Sif Guðmundsdóttir
- Linda Heiðarsdóttir og Björn Kristjánsson
- Geir Þórarinn Gunnarsson og Agnar Steinarsson
- Elvar Páll Sigurðsson, Arnar Pétursson og Victor Guðmundsson
Myndir: aðsendar

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekran fær lífræna vottun – Styrkir stöðu sína á markaði með sjálfbæra nálgun
-
Frétt3 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostaveisla í brauði: Mozzarella samloka með kjúkling og pestó