Viðtöl, örfréttir & frumraun
Arnar Páll kynnir Íslenskan mat á hátíðinni Taste of Iceland í Chicago
Hátíðin Taste of Iceland fer fram dagana 7. – 9. september næstkomandi þar sem boðið verður upp á Íslenskan mat á franska veitingastaðnum Bistronomic sem staðsettur er við Wabash stræti í Chicago.
Á þriggja daga hátíðinni geta Chicagobúar upplifað og fagnað íslenskri menningu í gegnum mat, drykki, tónlist, kvikmyndir, bókmenntir og margt fleira.
Arnar Páll Sigrúnarson matreiðslumaður býður upp á fjögurra rétta matseðil á Bistronomic:
1. réttur
Smoked Arctic char with Icelandic wasabi, geothermal rye bread, cucumber, skyr
2. réttur
Icelandic Cod with smoked mashed potatoes, apples, almonds, shellfish sauce
3. réttur
Icelandic Lamb with white cabbage, carrots, mustard, lamb sauce
4. réttur
Icelandic Provisions skyr with seasonal berries, liquorice, oat crumble
Herlegheitin kosta 85 dollara og með vínpörun 135 dollara.
Arnar Páll útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2010 og starfar nú hjá Bláa Lóninu við góðan orðstír.
Arnar hefur starfað á veitingastöðunum Matur og Drykkur, Slippnum í Vestmannaeyjum, Relais & Chateaux hótelinu í Hørve í Danmörku, danska konungsgarðinum Mielcke & Hurtigkarl og á Michelin veitingastaðnum Texture í London svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park










