Viðtöl, örfréttir & frumraun
Arnar Páll kynnir Íslenskan mat á hátíðinni Taste of Iceland í Chicago
Hátíðin Taste of Iceland fer fram dagana 7. – 9. september næstkomandi þar sem boðið verður upp á Íslenskan mat á franska veitingastaðnum Bistronomic sem staðsettur er við Wabash stræti í Chicago.
Á þriggja daga hátíðinni geta Chicagobúar upplifað og fagnað íslenskri menningu í gegnum mat, drykki, tónlist, kvikmyndir, bókmenntir og margt fleira.
Arnar Páll Sigrúnarson matreiðslumaður býður upp á fjögurra rétta matseðil á Bistronomic:
1. réttur
Smoked Arctic char with Icelandic wasabi, geothermal rye bread, cucumber, skyr
2. réttur
Icelandic Cod with smoked mashed potatoes, apples, almonds, shellfish sauce
3. réttur
Icelandic Lamb with white cabbage, carrots, mustard, lamb sauce
4. réttur
Icelandic Provisions skyr with seasonal berries, liquorice, oat crumble
Herlegheitin kosta 85 dollara og með vínpörun 135 dollara.
Arnar Páll útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2010 og starfar nú hjá Bláa Lóninu við góðan orðstír.
Arnar hefur starfað á veitingastöðunum Matur og Drykkur, Slippnum í Vestmannaeyjum, Relais & Chateaux hótelinu í Hørve í Danmörku, danska konungsgarðinum Mielcke & Hurtigkarl og á Michelin veitingastaðnum Texture í London svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað










