Frétt
Ármann: „Það eru brotalamir á núverandi kerfi…“
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, hefur í samráði við matvælaráðuneytið skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að leggja til nýtt fyrirkomulag að eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum.
Eftirlit á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og matvælalaga hefur verið til skoðunar undanfarin ár, sem hefur leitt í ljós að tilefni er til að endurskoða núverandi kerfi. Starfshópurinn mun við vinnu sína taka mið að skýrslu Ríkisendurskoðunar um Matvælastofnun (2013) og skýrslu KPMG um framkvæmd eftirlits heilbrigðisnefnda (2020).
Gert er ráð fyrir að tillögur skipaðs starfshóps lúti m.a. að því að samþætta leyfisútgáfu á einum stað, að leyfisskilyrði verði samræmd um allt land og þau liggi fyrir áður en sótt er um leyfi, að eftirlit með starfsemi verði háttað með sama hætti um allt land og taki mið af áhættu þannig að dregið verði úr afskiptum af rekstri með litla áhættu. Starfshópnum er þá falið að hafa samráð við hagaðila og viðkomandi stofnanir við vinnuna.
Guðlaugur Þór Þórðarson:
„Það eru brotalamir á núverandi kerfi sem þarf að laga og tryggja að eftirlit sé skilvirkt og samræmt um allt land. Ég hef þær væntingar að starfshópurinn skoði vel nýjar leiðir við framkvæmd eftirlits með það að markmiði að lögbundnu eftirliti sé sinnt af skilvirkni og frumkvæði og í því skyni að auka möguleika á sérhæfingu og hagkvæmni.“
Starfshópinn skipa:
- Ármann Kr. Ólafsson, formaður,
- Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur,
- Sigríður Gísladóttir, dýralæknir.
Með hópnum starfa Kjartan Ingvarsson og Íris Bjargmundsdóttir, lögfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. mars 2023.
Mynd: stjornarradid.is

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago