Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Apótek Restaurant opnar í gamla Reykjavíkur apótekinu
Í haust opnar Apótek Restaurant í húsnæði gamla Reykjavíkur apóteksins að Austurstræti 16. Að opnun veitingastaðarins standa eigendur veitingahúsana Tapasbarinn og Sushisamba ásamt lykilstjórnendum Apótek veitingahúss.
Húsnæðið er sérstaklega glæsilegt og býr að langri sögu. Lengst af var rekið þar apótek, 1930 til 1999, og sækja eigendur innblástur til þess tíma, ekki aðeins í nafn veitingahússins heldur einnig í innréttingum, veitingum og jafnvel fatnað starfsfólks.
Staðurinn verður svokallaður smart/casual veitingastaður.
Matreiðslumeistararnir Carlos Gimenez og Theódór Dreki Árnason munu ráða ríkjum í eldhúsinu ásamt Axel Þorsteinssyni pastry chef sem mun töfra fram framúrskarandi eftirrétti. Um veitingastjórn sjá Huld Haraldsdóttir og Orri Páll Vilhjálmsson.
Mikið áhersla verður lögð á kokteila sem verða framreiddir af barþjónum sem hafa unnið til fjölda verðlauna, bæði hérlendis og erlendis.
Um þessar mundir er unnið að endurbótum á húsnæðinu og mun allt kapp lagt á að fágaður stíll þess og fyrri glæsileiki fái notið sín á einu fallegasta horni miðbæjar Reykjavíkur.
Um hönnun staðarins sér Leifur Welding sem hefur hannað marga af glæsilegustu veitingahúsum landsins.
Mynd: Skjáskot af google korti
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar