Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Anna Lilja sigraði Kokkteilkeppnina með drykkinn Rómeó

Birting:

þann

Local Food Festival á Akureyri - Kokkteilkeppni

Anna Lilja með verðlaunadrykkinn Rómeó

Á sýningunni Local Food Festival sem haldin var nú um helgina fór fram Kokkteilkeppni á vegum Ölgerðarinnar og Haugen-Gruppen. Keppendum var frjálst hvaða drykkir þeir vildu bjóða upp á, en sjö keppendur tóku þátt sem voru:

  • Maija – Strikið – Drykkur: Ruska
  • Kiddi – Norðlenski Barinn – Drykkur: Norðan 7
  • Trausti Snær – Múlaberg – Drykkur: Harleyquinn
  • Andrea – Pósthúsbarinn – Drykkur: Ungfrú Norðurland
  • Anna Lilja – Café Amour – Drykkur: Rómeó
  • Elín Helga – Bryggjan – Drykkur: Glóð
  • Ársæll – Múlaberg – Drykkur: Mjallhvít
Local Food Festival á Akureyri - Kokkteilkeppni

Dómnefnd.
F.v. Erlingur Örn Óðinsson Ölgerðin, Heiða Margrét Fjölnisdóttir framreiðslumaður og Sigmar Örn Ingólfsson framreiðslumaður og starfsmaður Haugen-Gruppen

Í dómnefnd voru: Erlingur Örn Óðinsson Ölgerðin, Heiða Margrét Fjölnisdóttir þjónn og Sigmar Örn Ingólfsson Haugen-Gruppen.

Anna Lilja frá café Amour sigraði með drykkinn „Rómeó“ og í honum var:

  • 1,5 cl Romm
  • 1,5 cl Eplavodki
  • 3 cl Mickey Finn Grænn
  • Dash Mintulíkjör
  • Dash Sprite

 

Myndir: Kristinn

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið