Keppni
Andrés verður fulltrúi Íslands í Arctic Young Chef keppninni
Nú um helgina fór fram keppnin Arctic Young Chef í Hótel og matvælaskólanum og var virkilega vel heppnuð keppni. Alls sóttu 16 keppendur um að komast í keppnina, en aðeins 8 þeirra komust í gegnum nálarauga dómnefndar.
Keppendur voru:
- Andrés Björgvinsson
- Óskar Þór Guðjónsson
- Natawut Saengsut
- Mikael Einarsson
- Angela
- Símon Kristjánsson Sullca
- María Ósk Steinsdóttir
- Konráð Hilmarsson
Það var Andrés Björgvinsson sem sigraði og í öðru sæti var María Ósk Steinsdóttir.
Í dómnefnd voru Ægir Friðriksson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir og Teitur Christensen frá Færeyjum var yfirdómari. Hermann Þór Marinósson var eldhúsdómari.
Alþjóðlega keppnin fer fram í Bodø í Norður-Noregi í nóvember næstkomandi þar sem Andrés mun keppa fyrir hönd Íslands.
Andrés tók við bikarnum frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra Íslands og sagðist hlakka til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í Bodø.
„Þetta var hörð keppni og það gerði sigurinn enn sætari og lambið og baccalà eru bæði frábært hráefni.“
Sagði Andrés.
Keppendur áttu að elda forrétt úr lambaslögum og í aðalrétt átti að nota saltfisk og skyr.
Næsta landskeppni verður haldin í Ilullisat á Grænlandi í maí. Eftir það beinist athyglin að Klaksvik í Færeyjum 17. ágúst áður en landsmótinu lýkur í Mosjøen í Noregi 12. september.
Myndir: Gutti Winther

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri