Keppni
Andrés verður fulltrúi Íslands í Arctic Young Chef keppninni
Nú um helgina fór fram keppnin Arctic Young Chef í Hótel og matvælaskólanum og var virkilega vel heppnuð keppni. Alls sóttu 16 keppendur um að komast í keppnina, en aðeins 8 þeirra komust í gegnum nálarauga dómnefndar.
Keppendur voru:
- Andrés Björgvinsson
- Óskar Þór Guðjónsson
- Natawut Saengsut
- Mikael Einarsson
- Angela
- Símon Kristjánsson Sullca
- María Ósk Steinsdóttir
- Konráð Hilmarsson
Það var Andrés Björgvinsson sem sigraði og í öðru sæti var María Ósk Steinsdóttir.
Í dómnefnd voru Ægir Friðriksson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir og Teitur Christensen frá Færeyjum var yfirdómari. Hermann Þór Marinósson var eldhúsdómari.
Alþjóðlega keppnin fer fram í Bodø í Norður-Noregi í nóvember næstkomandi þar sem Andrés mun keppa fyrir hönd Íslands.
Andrés tók við bikarnum frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra Íslands og sagðist hlakka til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í Bodø.
„Þetta var hörð keppni og það gerði sigurinn enn sætari og lambið og baccalà eru bæði frábært hráefni.“
Sagði Andrés.
Keppendur áttu að elda forrétt úr lambaslögum og í aðalrétt átti að nota saltfisk og skyr.
Næsta landskeppni verður haldin í Ilullisat á Grænlandi í maí. Eftir það beinist athyglin að Klaksvik í Færeyjum 17. ágúst áður en landsmótinu lýkur í Mosjøen í Noregi 12. september.
Myndir: Gutti Winther
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF