Keppni
Andrés verður fulltrúi Íslands í Arctic Young Chef keppninni
Nú um helgina fór fram keppnin Arctic Young Chef í Hótel og matvælaskólanum og var virkilega vel heppnuð keppni. Alls sóttu 16 keppendur um að komast í keppnina, en aðeins 8 þeirra komust í gegnum nálarauga dómnefndar.
Keppendur voru:
- Andrés Björgvinsson
- Óskar Þór Guðjónsson
- Natawut Saengsut
- Mikael Einarsson
- Angela
- Símon Kristjánsson Sullca
- María Ósk Steinsdóttir
- Konráð Hilmarsson
Það var Andrés Björgvinsson sem sigraði og í öðru sæti var María Ósk Steinsdóttir.
Í dómnefnd voru Ægir Friðriksson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir og Teitur Christensen frá Færeyjum var yfirdómari. Hermann Þór Marinósson var eldhúsdómari.
Alþjóðlega keppnin fer fram í Bodø í Norður-Noregi í nóvember næstkomandi þar sem Andrés mun keppa fyrir hönd Íslands.
Andrés tók við bikarnum frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra Íslands og sagðist hlakka til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í Bodø.
„Þetta var hörð keppni og það gerði sigurinn enn sætari og lambið og baccalà eru bæði frábært hráefni.“
Sagði Andrés.
Keppendur áttu að elda forrétt úr lambaslögum og í aðalrétt átti að nota saltfisk og skyr.
Næsta landskeppni verður haldin í Ilullisat á Grænlandi í maí. Eftir það beinist athyglin að Klaksvik í Færeyjum 17. ágúst áður en landsmótinu lýkur í Mosjøen í Noregi 12. september.
Myndir: Gutti Winther
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa








