Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alvöru kokteila Pop-Up á Akureyri
Hinn hæfileikaríki Ýmir Valsson barþjónn mun bjóða upp á kokteila Pop-Up á vínstofunni Eyju á Akureyri, helgina 30. september og 1. október.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður og vínstofa opnar á Akureyri
Ýmir hefur starfað sem barþjónn í nokkur ár og nú síðast á Múlabergi. Eftir að hann byrjaði í veitingageiranum þá hefur áhuginn, fókusinn og metnaðurinn alltaf verið á kokteila.
Stíllinn hans Ýmis er fjölbreyttur en mest hefur hann búið til kokteila sem eru ljúffengir og aðgengilegir, gerðir á réttan hátt með góðum hráefnum. Ýmir hefur keppt í fjórum kokteilakeppnum og sigrað tvö ár í röð Rumble in the Jungle keppnina sem einn flottasti kokteilbar í Reykjavík stendur fyrir.
Pop-Upið á Eyju verður létt og skemmtilegt þar sem boðið verður uppá kokteila með áherslu á íslenskt hráefni. Þetta er viðburður setur sannarlega krydd í tilveruna í veitingageiranum á Akureyri!
Mynd: úr einkasafni / Ýmir Valsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni5 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf