Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alvöru kokteila Pop-Up á Akureyri
Hinn hæfileikaríki Ýmir Valsson barþjónn mun bjóða upp á kokteila Pop-Up á vínstofunni Eyju á Akureyri, helgina 30. september og 1. október.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður og vínstofa opnar á Akureyri
Ýmir hefur starfað sem barþjónn í nokkur ár og nú síðast á Múlabergi. Eftir að hann byrjaði í veitingageiranum þá hefur áhuginn, fókusinn og metnaðurinn alltaf verið á kokteila.
Stíllinn hans Ýmis er fjölbreyttur en mest hefur hann búið til kokteila sem eru ljúffengir og aðgengilegir, gerðir á réttan hátt með góðum hráefnum. Ýmir hefur keppt í fjórum kokteilakeppnum og sigrað tvö ár í röð Rumble in the Jungle keppnina sem einn flottasti kokteilbar í Reykjavík stendur fyrir.
Pop-Upið á Eyju verður létt og skemmtilegt þar sem boðið verður uppá kokteila með áherslu á íslenskt hráefni. Þetta er viðburður setur sannarlega krydd í tilveruna í veitingageiranum á Akureyri!
Mynd: úr einkasafni / Ýmir Valsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt