Uppskriftir
Alvöru Bernaise sósa – Sauce Béarnaise
6 eggjarauður
500 gr smjör
3-4 msk hvítvíns edik
1 msk þurrkað eða
ferskt saxað etragon (drekamalurt)
Salt
Svartur pipar úr kvörn
Karrý á hnífsoddi
Paprikuduft á hnífsoddi
½ msk Dijon sinnep
Kjötkraftur ef með þarf
Látið smjörið bráðna í rólegheitum við vægan hita. Passið að hræra ekki í smjörinu því að ætlunin er að fleyta fituna ofana af grogginu/mjólkinni sem myndast í botninum, seinna meir. Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman ásamt ediki og kryddi, yfir heitu vatnsbaði.
Varist að láta eggjarauðurnar hitna um of. Hræran verður að vera ljós og létt. Takið af vatnsbaðinu og hrærið stöðugt í á meðan smjörinu er hellt saman við, smátt og smátt.
Það gæti þurft að setja matskeið og matskeið af volgu vatni ef hræran verður of þykk. Kryddið til ef með þarf.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: Axel Þorsteinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






