Uppskriftir
Alvöru Bernaise sósa – Sauce Béarnaise
6 eggjarauður
500 gr smjör
3-4 msk hvítvíns edik
1 msk þurrkað eða
ferskt saxað etragon (drekamalurt)
Salt
Svartur pipar úr kvörn
Karrý á hnífsoddi
Paprikuduft á hnífsoddi
½ msk Dijon sinnep
Kjötkraftur ef með þarf
Látið smjörið bráðna í rólegheitum við vægan hita. Passið að hræra ekki í smjörinu því að ætlunin er að fleyta fituna ofana af grogginu/mjólkinni sem myndast í botninum, seinna meir. Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman ásamt ediki og kryddi, yfir heitu vatnsbaði.
Varist að láta eggjarauðurnar hitna um of. Hræran verður að vera ljós og létt. Takið af vatnsbaðinu og hrærið stöðugt í á meðan smjörinu er hellt saman við, smátt og smátt.
Það gæti þurft að setja matskeið og matskeið af volgu vatni ef hræran verður of þykk. Kryddið til ef með þarf.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: Axel Þorsteinsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný