Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alþjóðlegt dómaranámskeið í Reykjavík undir merkjum Worldchefs
Þann 20. október næstkomandi fer fram alþjóðlegt dómaranámskeið í matreiðslukeppnum í Reykjavík, haldið undir merkjum Worldchefs. Námsskeiðið nefnist Culinary Arts & Hot Kitchen Competition Seminar og er ætlað fagfólki í matreiðslu sem vill öðlast viðurkennda þjálfun sem dómarar á alþjóðavettvangi.
Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir reglur og viðmið sem gilda í alþjóðlegum matreiðslukeppnum, með sérstakri áherslu á heitan eldhúsflokk (Hot Kitchen). Þátttakendur fá leiðsögn frá Gert Klötzke, einum virtasta dómara heims og góðum Íslandsvini, sem hefur verið leiðandi afl í alþjóðlegu keppnisstarfi í áratugi.
Námskeiðið veitir matreiðslumönnum einstakt tækifæri til að efla þekkingu sína, tengjast alþjóðlegu fagneti og öðlast nauðsynleg réttindi til að dæma í keppnum á vegum Worldchefs og Klúbbs Matreiðslumeistara.
Við hvetjum allt fagfólk til að taka daginn frá, því þetta er viðburður sem enginn sem vill starfa á sviði fagkeppna ætti að láta fram hjá sér fara.
Skráning og nánari upplýsingar verða kynntar síðar.
Um Gert Klötzke
Gert Klötzke er viðurkenndur alþjóðlegur dómari á vegum Worldchefs og fyrrverandi formaður keppnisnefndar samtakanna. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna á alþjóðlegum vettvangi og var meðal annars valinn kokkur ársins í Svíþjóð. Klötzke hefur um áratugaskeið þjálfað næstu kynslóð keppniskokka og stýrt sænska landsliðinu á Ólympíuleikum í matreiðslu árin 2000 og 2004, þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari, auk annarra stórmóta.
Hann hefur einnig starfað sem keppnisþjálfari fyrir finnsku landsliðinu sem hreppti annað sætið á Ólympíuleikunum í matreiðslu árið 2016. Þá er hann matráðgjafi Nóbelsjóðsins, auk þess að vera heiðursdoktor við Háskólann í Umeå þar sem hann hefur gegnt stöðu prófessors í matargerðarlist.
Gert Klötzke hefur í gegnum tíðina átt mjög náin tengsl við Ísland og íslenskt kokkasamfélag. Hann hefur komið hingað margoft, bæði sem leiðbeinandi og dómari á alþjóðlegum keppnum sem haldnar hafa verið hér á landi. Hann hefur einnig starfað náið með Klúbbi Matreiðslumeistara og íslenska kokkalandsliðinu, þar sem hann hefur veitt dýrmæta ráðgjöf og þjálfun. Með þessu hefur hann lagt sitt af mörkum til að efla faglegt keppnisstarf og tengja íslenska kokka enn frekar við alþjóðlegt net Worldchefs.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu






