Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alþjóðlegi kokkadagurinn 20. október – Börn í ævintýraferð í eldhúsinu

Þessir kokkar elduðu á Kótilettukvöldi Samhjálpar í fyrra
F.v. Jóhann Sveinsson, Kristján Magnússon, Valur Bergmundsson, Lárus Loftsson og Arnar Darri Bjarnason
Alþjóðlegi kokkadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur ár hvert þann 20. október síðan 2004. Í kringum þann dag hafa íslenskir kokkar tekið þátt með ýmsum hætti, meðal annars í góðgerðaviðburðum á borð við Kótilettukvöld Samhjálpar.
Þema ársins 2025 er tileinkað börnum og boðið er upp á ævintýraferð í eldhúsinu þar sem þau kynnast gleðinni við matargerð, mikilvægi hollustu og gildum sjálfbærni. Með því að vinna með ferskt, staðbundið og árstíðabundið hráefni er markmiðið að kveikja forvitni og sköpunargleði, og um leið efla ást barna á bæði mat og náttúru.
Alþjóðlegi kokkadagurinn sameinar þúsundir matreiðslumeistara víðsvegar um heiminn sem halda vinnustofur, fræðslu og eftirminnilegar upplifanir fyrir börn í sínu nærumhverfi. Hvort sem það er með eldamennsku, litríku smakkborði, næringarfræðslu eða lautarferð, þá getur hvert augnablik orðið kveikja að ævilangri ástríðu fyrir matargerð.
Í ár eru félagar hvattir til að skoða hvað þeir geti gert í sínu nánasta umhverfi, hvort sem það er að elda með börnum og leyfa þeim að prófa einfaldar og hollar uppskriftir, kenna þeim um ferskt hráefni og hollustu, heimsækja bæi og garða til að sjá uppruna matarins eða breyta matargerð í litríkt listaverk. Einnig má bjóða upp á smökkun á mat frá ólíkum löndum eða skipuleggja söfnun til að styðja við aðra.
Allt sem þarf til þátttöku má finna í svokallaðri „verkfærakistu“ á heimasíðu Worldchefs. Þar má nálgast uppskriftir, hugmyndir og fræðsluefni sem auðvelt er að nýta með börnum.
Hvort sem fólk gefur fimm mínútur eða heilan dag til verkefnisins, þá skiptir framlagið máli. Nú er komið að okkur öllum að taka þátt og skapa eftirminnilega upplifun fyrir börn í okkar nærumhverfi á Alþjóðlega degi kokka 2025.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






