Frétt
Allt um sérkenni og sérstöðu vestfirskra matvæla
Mikil vakning er meðal fólks um verðmætin sem liggja í staðbundinni matvælaframleiðslu og áhugi á að vita um uppruna matvæla, kynnast staðbundnum mat og matarvenjum, fer vaxandi. Afurðirnar sem eru framleiddar á Vestfjörðum segja sögu matarmenningar okkar og endurspegla landslagið og umhverfið sem þær eru sprottnar úr.
Vestfjarðastofa hefur unnið að því að kortleggja og greina stöðu matvælaframleiðslu á svæðinu. Til þess að auðvelda veitingafólki, ferðamönnum og almenningi að nálgast vestfirsk gæða matvæli var unninn bæklingur með upplýsingum um þær afurðir sem framleiddar eru á Vestfjörðum. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um framleiðendur og hvernig má nálgast afurðirnar.
Það er von Vestfjarðastofu að afraksturinn verði til þess að auðvelda aðgengi fólks að matvælum úr heimabyggð og gefi fólki tækifæri á að versla beint við framleiðendur.
Skoðið bæklinginn með því að smella hér.
Mynd: úr bæklingi
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti