Frétt
Allt um sérkenni og sérstöðu vestfirskra matvæla
Mikil vakning er meðal fólks um verðmætin sem liggja í staðbundinni matvælaframleiðslu og áhugi á að vita um uppruna matvæla, kynnast staðbundnum mat og matarvenjum, fer vaxandi. Afurðirnar sem eru framleiddar á Vestfjörðum segja sögu matarmenningar okkar og endurspegla landslagið og umhverfið sem þær eru sprottnar úr.
Vestfjarðastofa hefur unnið að því að kortleggja og greina stöðu matvælaframleiðslu á svæðinu. Til þess að auðvelda veitingafólki, ferðamönnum og almenningi að nálgast vestfirsk gæða matvæli var unninn bæklingur með upplýsingum um þær afurðir sem framleiddar eru á Vestfjörðum. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um framleiðendur og hvernig má nálgast afurðirnar.
Það er von Vestfjarðastofu að afraksturinn verði til þess að auðvelda aðgengi fólks að matvælum úr heimabyggð og gefi fólki tækifæri á að versla beint við framleiðendur.
Skoðið bæklinginn með því að smella hér.
Mynd: úr bæklingi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt1 dagur síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni12 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






