Frétt
Allt um sérkenni og sérstöðu vestfirskra matvæla
Mikil vakning er meðal fólks um verðmætin sem liggja í staðbundinni matvælaframleiðslu og áhugi á að vita um uppruna matvæla, kynnast staðbundnum mat og matarvenjum, fer vaxandi. Afurðirnar sem eru framleiddar á Vestfjörðum segja sögu matarmenningar okkar og endurspegla landslagið og umhverfið sem þær eru sprottnar úr.
Vestfjarðastofa hefur unnið að því að kortleggja og greina stöðu matvælaframleiðslu á svæðinu. Til þess að auðvelda veitingafólki, ferðamönnum og almenningi að nálgast vestfirsk gæða matvæli var unninn bæklingur með upplýsingum um þær afurðir sem framleiddar eru á Vestfjörðum. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um framleiðendur og hvernig má nálgast afurðirnar.
Það er von Vestfjarðastofu að afraksturinn verði til þess að auðvelda aðgengi fólks að matvælum úr heimabyggð og gefi fólki tækifæri á að versla beint við framleiðendur.
Skoðið bæklinginn með því að smella hér.
Mynd: úr bæklingi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta