Smári Valtýr Sæbjörnsson
Allt þjórfé til góðgerðamála
Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli tóku á móti sitt hvorum styrknum að upphæð 200.000 krónum frá Hótel Rangá í hádeginu í gær.
Aðdragandi peningagjafararinnar er sú að tekin var ákvörðun um síðustu áramót að safna saman öllu þjórfé sem gestir hótelsins skilja eftir og gefa það til góðra málefna.
Í tilkynningu frá hótelinu kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin þar sem aldrei hefur tíðkast hérlendis að gestir veitingahúsa eða þeir sem kaupa aðra þjónustu þurfi að greiða þjórfé, eins og það kallast í útlöndum, en þar er það sums staðar nánast einu launin sem starfsfólkið fær fyrir vinnu sína. Með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands hafi það hins vegar færst í vöxt að þjórfé sé greitt.
„Þetta er mikill ósiður og ég vona að Íslendingar hætti að apa þetta upp eftir öðrum,“
segir Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá í samtali við mbl.is.
Að sögn Friðriks hafa viðbrögðin hafa verið mjög góð.
„Framlög gesta okkar fyrstu vikur ársins 2016 nema um kr. 400.000 og koma kr. 200.000 í hlut hvors björgunarfélags á Hellu og Hvolsvelli.“
Ákveðið var að björgunarsveitirnar í nágrenninu yrðu fyrstu viðtakendurnir vegna þess mikilvæga starfs sem þar er unnið, allt byggt á ólaunuðu sjálfboðaliðastarfi.
Á matseðli veitingarstaðarins á Hótel Rangá er stutt orðsending til gesta þar sem fyrirkomulagið er kynnt.
Starfsfólk á Hótel Rangá mun halda áfram að taka við framlögum frá hótelgestum sem vilja styrkja gott málefni og/eða sýna þakklæti sitt fyrir góða þjónustu og lætur þau renna óskipt til annarra góðra málefna í framtíðinni, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: Hótel Rangá
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….