Smári Valtýr Sæbjörnsson
Allt þjórfé til góðgerðamála

Frá afhendingu styrkjanna.
F.v.: Ingibjörg Jóhannesdóttir móttökudama, Sylvia Rossel móttökudama, Ewa Tyl yfirþerna, Kolbrún Jónsdóttir móttökustjóri, Helga Guðrún Lárusdóttir, Bragi Þór Hansson kokkur, Magnús Þór Einarsson, formaður Dagrenningar á Hvolsvelli og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og Friðrik Pálsson hótelstjóri.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli tóku á móti sitt hvorum styrknum að upphæð 200.000 krónum frá Hótel Rangá í hádeginu í gær.
Aðdragandi peningagjafararinnar er sú að tekin var ákvörðun um síðustu áramót að safna saman öllu þjórfé sem gestir hótelsins skilja eftir og gefa það til góðra málefna.
Í tilkynningu frá hótelinu kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin þar sem aldrei hefur tíðkast hérlendis að gestir veitingahúsa eða þeir sem kaupa aðra þjónustu þurfi að greiða þjórfé, eins og það kallast í útlöndum, en þar er það sums staðar nánast einu launin sem starfsfólkið fær fyrir vinnu sína. Með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands hafi það hins vegar færst í vöxt að þjórfé sé greitt.
„Þetta er mikill ósiður og ég vona að Íslendingar hætti að apa þetta upp eftir öðrum,“
segir Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá í samtali við mbl.is.
Að sögn Friðriks hafa viðbrögðin hafa verið mjög góð.
„Framlög gesta okkar fyrstu vikur ársins 2016 nema um kr. 400.000 og koma kr. 200.000 í hlut hvors björgunarfélags á Hellu og Hvolsvelli.“
Ákveðið var að björgunarsveitirnar í nágrenninu yrðu fyrstu viðtakendurnir vegna þess mikilvæga starfs sem þar er unnið, allt byggt á ólaunuðu sjálfboðaliðastarfi.
Á matseðli veitingarstaðarins á Hótel Rangá er stutt orðsending til gesta þar sem fyrirkomulagið er kynnt.
Starfsfólk á Hótel Rangá mun halda áfram að taka við framlögum frá hótelgestum sem vilja styrkja gott málefni og/eða sýna þakklæti sitt fyrir góða þjónustu og lætur þau renna óskipt til annarra góðra málefna í framtíðinni, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: Hótel Rangá
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





