Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Allt þjórfé til góðgerðamála

Birting:

þann

Hótel Rangá - Þjórfé 2016

Frá afhendingu styrkjanna.
F.v.: Ingibjörg Jóhannesdóttir móttökudama, Sylvia Rossel móttökudama, Ewa Tyl yfirþerna, Kolbrún Jónsdóttir móttökustjóri, Helga Guðrún Lárusdóttir, Bragi Þór Hansson kokkur, Magnús Þór Einarsson, formaður Dagrenningar á Hvolsvelli og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og Friðrik Pálsson hótelstjóri.

Flug­björg­un­ar­sveit­in á Hellu og Björg­un­ar­sveit­in Dagrenn­ing á Hvols­velli tóku á móti sitt hvor­um styrkn­um að upp­hæð 200.000 krón­um frá Hót­el Rangá í há­deg­inu í gær.

Aðdrag­andi pen­inga­gjaf­ar­ar­inn­ar er sú að tek­in var ákvörðun um síðustu ára­mót að  safna sam­an öllu þjór­fé sem gest­ir hót­els­ins skilja eft­ir og gefa það til góðra mál­efna.

Í til­kynn­ingu frá hót­el­inu kem­ur fram að ákvörðunin hafi verið tek­in þar sem aldrei hef­ur tíðkast hér­lend­is að gest­ir veit­inga­húsa eða þeir sem kaupa aðra þjón­ustu þurfi að greiða þjór­fé, eins og það kall­ast í út­lönd­um, en þar er það sums staðar nán­ast einu laun­in sem starfs­fólkið fær fyr­ir vinnu sína. Með stór­aukn­um fjölda ferðamanna til Íslands hafi það hins veg­ar færst í vöxt að þjór­fé sé greitt.

„Þetta er mik­ill ósiður og ég vona að Íslend­ing­ar hætti að apa þetta upp eft­ir öðrum,“

seg­ir Friðrik Páls­son, hót­el­stjóri á Hót­el Rangá í sam­tali við mbl.is.

Að sögn Friðriks hafa viðbrögðin hafa verið mjög góð.

„Fram­lög gesta okk­ar fyrstu vik­ur árs­ins 2016 nema um kr. 400.000 og koma kr. 200.000 í hlut hvors björg­un­ar­fé­lags á Hellu og Hvols­velli.“

Ákveðið var að björg­un­ar­sveit­irn­ar í ná­grenn­inu yrðu fyrstu viðtak­end­urn­ir vegna þess mik­il­væga starfs sem þar er unnið, allt byggt á ólaunuðu sjálf­boðaliðastarfi.

Á mat­seðli veit­ing­arstaðar­ins á Hót­el Rangá er stutt orðsend­ing til gesta þar sem fyr­ir­komu­lagið er kynnt.

Starfs­fólk á Hót­el Rangá mun halda áfram að taka við fram­lög­um frá hót­elgest­um sem vilja styrkja gott mál­efni og/​eða sýna þakk­læti sitt fyr­ir góða þjón­ustu og læt­ur þau renna óskipt til  annarra góðra mál­efna í framtíðinni, að því er fram kemur á mbl.is.

Mynd: ​Hótel Rangá

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið