Keppni
Allt komið á fullt hjá Landsliði bakara – Keppa á Norðurlandakeppni í haust – Myndir
Eins og fram hefur komið þá var Landslið í bakstri stofnað í byrjun árs sem mun æfa og keppa fyrir Íslands hönd í bakarakeppnum sem haldnar verða á komandi árum.
Metnaðarfullir bakarar eru farnir að hittast í Hótel- og matvælaskólanum á mánudagskvöldum til æfinga undir stjórn Ásgeirs Þórs Tómassonar. Landsliðið stefnir nú á Norðurlanda keppni í bakstri (Nordic Bakery Cup 2017) sem haldin verður næstkomandi haust.
Bakhjarlar landsliðsins eru Landssamband bakarameistara og Matvís og eru meðlimir í landsliðinu í óða önn við að leita að styrktaraðilum til að standa straum að kostnaði. Þeir sem áhuga hafa að styrkja landsliðið er bent á að hafa samband við Ásgeir Þór Tómasson bakarameistara á netfangið [email protected]
Meðlimir í Landsliði bakara:
- Gunnlaugur Arnar Ingason
- Daníel Kjartan Ármannsson
- Helgi Freyr Helgason
- Rúnar Snær Jónsson
- Daníel Karl Ármannsson
- Stefán Hrafn Sigfússon
Með fylgja myndir frá æfingu sem haldin var á mánudaginn s.l. Bakarar og bakaranemar fylgdust vel með æfingunni.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin