Keppni
Allt komið á fullt hjá Landsliði bakara – Keppa á Norðurlandakeppni í haust – Myndir
Eins og fram hefur komið þá var Landslið í bakstri stofnað í byrjun árs sem mun æfa og keppa fyrir Íslands hönd í bakarakeppnum sem haldnar verða á komandi árum.
Metnaðarfullir bakarar eru farnir að hittast í Hótel- og matvælaskólanum á mánudagskvöldum til æfinga undir stjórn Ásgeirs Þórs Tómassonar. Landsliðið stefnir nú á Norðurlanda keppni í bakstri (Nordic Bakery Cup 2017) sem haldin verður næstkomandi haust.
Bakhjarlar landsliðsins eru Landssamband bakarameistara og Matvís og eru meðlimir í landsliðinu í óða önn við að leita að styrktaraðilum til að standa straum að kostnaði. Þeir sem áhuga hafa að styrkja landsliðið er bent á að hafa samband við Ásgeir Þór Tómasson bakarameistara á netfangið [email protected]
Meðlimir í Landsliði bakara:
- Gunnlaugur Arnar Ingason
- Daníel Kjartan Ármannsson
- Helgi Freyr Helgason
- Rúnar Snær Jónsson
- Daníel Karl Ármannsson
- Stefán Hrafn Sigfússon
Með fylgja myndir frá æfingu sem haldin var á mánudaginn s.l. Bakarar og bakaranemar fylgdust vel með æfingunni.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini


















