Keppni
Allir keppendur og stjórnendur Arctic Challenge – Keppnisfyrirkomulag ofl – Myndir
Fullbókað er í bæði Arctic Chef og Arctic Mixologist keppnunum sem haldnar verða á morgun, mánudaginn 10. janúar, á Strikinu á Akureyri og hefst keppnin klukkan 10:00 í fyrramálið.
Strikið er með tvo sali og mun kokteilkeppnin fara fram í öðrum þeirra og matreiðslukeppnin í hinum. Strikið verður lokað fyrir almenningi þann daginn á meðan keppni stendur. En opið verður fyrir fólk úr veitingageiranum og styrktaraðila svo hægt er að hvetja sitt fólk áfram.
Arctic chef 2022 keppnin
Keppendur
Í þessari keppni eru einu skilyrðin að keppandi sé búin með sveinspróf eða búin með námssamning. Keppandi skilar inn köldum forrétt með fyrirfram ákveðnu hráefni og heitum aðalrétt, einnig með fyrirfram ákveðnu hráefni með 15 mínútna millibili.
Dómarar verða fjórir. Þrír sjá um blindsmakk og dæma m.a bragð, áferð, vinnu o.s.frv. Fjórði dómari er eldhúsdómari sem dæmi m.a frágang, passar að klæðnaður sé viðeigandi o.s.frv.
Styrktaraðilar keppninnar
Arctic mixologist keppnin
Keppendur
Hjá barþjónum þá verður aðeins meira rými fyrir keppendur. Það er að segja að einstaklingar þurfa ekki að vera faglærðir eða nemar í faginu. Heldur mega veitingastaðir/barir senda frá sér hvern sem er sem vilja taka þátt.
Barþjónar þurfa að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Dómnefndin mun þannig geta átt samskipti við hvern barþjónn fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.
Dómarar dæma eftir bragð/lykt/útliti/þema/vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fær 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.
Síðan hefur dómnefnd 5 mínútur til að tala sín á milli og gefa einkunn.
Stjórnendur
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: facebook / Arctic Challenge
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?