Freisting
Allar keppnir í Toronto afstaðin
|
Á síðustu þrem dögum hefur verið virkilega gaman af að fylgjast með keppnunum beint frá Humber Háskólanum í Toronto í Kanada, en þar stendur yfir ráðstefna hjá kokkaklúbbnum Canadian Culinary Federation.
Þó að keppnirnar séu búnar, þá er ráðstefnan þéttskipuð fram á sjálfan Sjómannadag Íslendinga eða á sunnudaginn 3. júní.
Fréttaritari fylgdist vel með keppnunum alla dagana og í gær þegar Berglind keppti í keppninni „The Nordic Junior Challenge“, þá mátti sjá Sverrir Halldórs matreiðslusnilling og Gissur Guðmunds bregða fyrir á vefmyndavélunum. Það var ekki annað en að sjá að Berglind stóð sig frábærlega. Keppnin er vinakeppni á milli Norðurlandaliði Ungkokka og Kanadíska ungkokkaliðið.
Enginn verðlaunasæti verða í keppninni „The Nordic Junior Challenge“ þar sem þessi vinakeppni er liður í því að kynna á Wacs ráðstefnunni, sem haldin verður í Dubai árið 2008.
Það má með sanni segja að Humber Háskólinn stóð sig frábærlega vel með beinu útsendingarnar frá keppnunum, og þess ber að geta að fjölmargir notendur Freisting.is lýstu ánægju sinni yfir þessari þjónustu. Freisting.is kom þeim skilaboðum til skila í Humber Háskólans, sem svaraði með þakkarbréfi til allra.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði