Freisting
Allar keppnir í Toronto afstaðin
|
Á síðustu þrem dögum hefur verið virkilega gaman af að fylgjast með keppnunum beint frá Humber Háskólanum í Toronto í Kanada, en þar stendur yfir ráðstefna hjá kokkaklúbbnum Canadian Culinary Federation.
Þó að keppnirnar séu búnar, þá er ráðstefnan þéttskipuð fram á sjálfan Sjómannadag Íslendinga eða á sunnudaginn 3. júní.
Fréttaritari fylgdist vel með keppnunum alla dagana og í gær þegar Berglind keppti í keppninni „The Nordic Junior Challenge“, þá mátti sjá Sverrir Halldórs matreiðslusnilling og Gissur Guðmunds bregða fyrir á vefmyndavélunum. Það var ekki annað en að sjá að Berglind stóð sig frábærlega. Keppnin er vinakeppni á milli Norðurlandaliði Ungkokka og Kanadíska ungkokkaliðið.
Enginn verðlaunasæti verða í keppninni „The Nordic Junior Challenge“ þar sem þessi vinakeppni er liður í því að kynna á Wacs ráðstefnunni, sem haldin verður í Dubai árið 2008.
Það má með sanni segja að Humber Háskólinn stóð sig frábærlega vel með beinu útsendingarnar frá keppnunum, og þess ber að geta að fjölmargir notendur Freisting.is lýstu ánægju sinni yfir þessari þjónustu. Freisting.is kom þeim skilaboðum til skila í Humber Háskólans, sem svaraði með þakkarbréfi til allra.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí