Uncategorized
Áhyggjur af auknum áfengisvanda í Finnlandi
Algengasta dánarorsök Finna sem komnir eru yfir 45 ára aldurinn er heilabilun af völdum mikillar drykkju. Að meðaltali verða Finnar drukknir 32 sinnum á ári og samkvæmt Markku Heikkilä, blaðamanni á dagblaðinu Kalevaas er ekki óalgengt að 15 ára finnskar stúlkur drekki meira en 12 bjóra á föstudagskvöldi. Heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn í Finnlandi hafa verulegar áhyggjur af ástandinu, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs.
Í grein sem Heikkilä skrifaði í AnalysNorden, vefrit Norðurlandaráðs, kemur fram að heilt yfir sé ástandið í Finnlandi nokkuð gott. Hins vegar búi um 20 til 30% barna í Helsinki við ofbeldi, misnotkun og glæpi af ýmsu tagi, en fjöldi þessara barna hefur farið stigvaxandi að undanförnu.
Þótt ástæðan sé ekki eingöngu talin sú hversu Finnar drekki mikið áfengi, bendir Heikkilä á að fyrir um það bil tveimur árum hafi tollar og skattar á áfengi í landinu verið lækkaðir til mikilla muna. Heikkilä vill meina að afleiðingin sé stóraukin neysla áfengis, og vandamál samfara henni.
Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti Finna hækka verð á áfengi að nýju, og svo virðist sem stjórnmálamenn séu á sama máli. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að stytta opnunartíma skemmtistaða. Þingkosningar í Finnlandi fara fram á næsta ári og er talið líklegt að þessi mál verði ofarlega á baugi í aðdraganda kosninganna.
Greint frá á mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta