Markaðurinn
Áhugaverður viðburður fyrir veitingageirann á norðurlandi
Áhugaverður viðburður verður haldinn á Akureyri, þar sem fram fer vínsmakk og kynning á vel völdum vínum fyrir aðila úr veitingageiranum, en viðburðurinn verður haldinn á Múlabergi Bar & Bistro, miðvikudaginn 4. október n.k. milli klukkan 16:30 – 18:30.
Á svæðinu verða sérfræðingar frá Mekka sem munu kynna og bjóða uppá smakk á nýjum, nýlegum og góðkunnm vínum úr vöruflóru Mekka. Einnig verður vel valið úrval af sterku víni og líkjörum til kynningar.
Við hvetjum alla aðila í veitingageiranum á norðurlandi til að skrá sig og mæta á smakkið, þetta er fullkomið tækifæri til að kynnast vínflóru Mekka betur og spurja útí vörutegundir og annað sem kanna að vekja áhuga.
Takmarkað pláss er í boði og því er lykilatriði að staðfesta þáttöku á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður