Frétt
Áhugaverður fyrirlestur- Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir
Árið 2018 komu nær 90.000 kínverskir ferðamenn til Íslands. Samkvæmt framtíðarspám mun fjöldinn halda áfram að aukast með hugsanlegu beinu flugi frá Kína.
Rannsóknir sýna að þegar Kínverjar ferðast erlendis eyða þér háum fjárhæðum til gjafakaupa, í dagsferðir og á veitingastöðum.
Í næstu viku mun Yabei Hu flytja erindi á ensku sem heitir “The 6 teas of China” og fjallar um hinar 6 mismunandi tegundir af te sem til eru, frægar tegundir af hverri tegund, hvað er te og hvað er ekki te, hvernig er te ræktað og unnið. Hvar eru þau ræktuð. Hvernig á að þekkja gott te og boðið verður upp á að smakka þessar 6 tegundir.
Þessi viðburður er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa.
Viðburðurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2019 kl. 17:30 í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík.
Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 45 mínútur.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Viðburðurinn er hægt að nálgast á Facebook hér.
Mynd: kim.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði