Frétt
Áhersla lögð á eflingu lífrænnar framleiðslu – Bjarkey Olsen: „Kröfur neytenda um lífrænar afurðir hafa aukist til muna….“
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu. Áætlunin er sú fyrsta á vegum stjórnvalda og var unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en eitt af áhersluverkefnum sem þar eru tilgreind er mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu.
Aðgerðaáætlunin byggir á tillögum Umhverfisráðgjafar Íslands ehf (Environice) sem unnar voru fyrir matvælaráðherra.
Tillögur áætlunarinnar byggja á samtölum við fjölmarga aðila innanlands og styðjast við sambærilega stefnumótun á hinum Norðurlöndunum og á vettvangi Evrópusambandsins. Stjórnvöld í nágrannalöndunum s.s. framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hafa sett sér háleit markmið um aukna hlutdeild lífrænna afurða, bæði í landbúnaðarframleiðslu landanna og á neytendamarkaði.
Efling lífrænnar framleiðslu hérlendis er þannig liður í að styrkja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart nágrannalöndunum og um leið samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu gagnvart innflutningi.
Hérlendis er mun lægra hlutfall landbúnaðarlands með lífræna vottun en í nágrannalöndum og bendir flest til þess að markaðshlutdeild lífrænnar framleiðslu sé einnig lægri hér. Markmið þeirrar aðgerðaáætlunar sem hér er sett fram miðar að því að að 10% af landbúnaðarlandi á Íslandi verði komið með lífræna vottun árið 2040.
Aðgerðunum er skipt í nokkra málaflokka, sem hver um sig snýr að tilteknum hluta virðiskeðju lífrænna matvæla eða að tilteknum innviðum sem þurfa að vera til staðar til að keðjan í heild verði sem sterkust. Gert er ráð fyrir að ráðstafað verði rúmlega 60 milljónum til að ýta aðgerðaáætluninni úr vör.
„Þau skref sem lögð eru til í aðgerðaáætluninni eru nauðsynleg til að styrkja samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar. Kröfur neytenda um lífrænar afurðir hafa aukist til muna og þar skipa til að mynda sjálfbærni og dýraheilsa stóran sess.“
Sagði matvælaráðherra.
Efsta mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Nemendur & nemakeppni11 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir