Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ágóði af Bleika boðinu í Eldborg var 17,5 milljónir
Bleika boðið var haldið í þriðja sinn á laugardaginn var og að þessu sinni í Edlborg, Bláa lóninu. Sem fyrr var mikill metnaður lagður í verkið og tókst boðið með miklum glæsibrag. Ágóði Krabbameinsfélagsins var 17,5 milljónir, en allir sem að átakinu komu gáfu vinnu sína.
Boðið var upp á 9 rétta hátíðarkvöldverð (Sjá matseðil fyrir neðan myndir) og komust færri að en vildu en 160 gestir mættu í Bleika boðið.
Félagar í Freistingu sáu um matreiðsluna, Hótel og Matvælaskólinn sá um þjónustuna og gáfu allir vinnu sína sem að átakinu komu.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá boðinu:
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff
Eftirréttur
Önd
Kúfskel
Lamb
Smári Valtýr Sæbjörnsson, forseti Matreiðsluklúbbsins Freistingar, Jónas Oddur Björnsson yfirmatreiðslumaður Bleika boðsins 2007, Arnþór Stefánsson Pastry Chef (Eftirréttarmeistari kvöldsins).
Gunnar Rafn var yfirframreiðslumaður kvöldsins.
Eldborg og nærliggjandi byggingar böðuð í bleikri birtu
Upphaf Bleika boðsins
Bleika boðið er fjáröflunarkvöldverður Krabbameinsfélagsins, sem efnt var til að frumkvæði Freistingar til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini undir heitinu Bleika boðið. Nafnið tekur mið af Bleiku slaufunni, árveknisátaki um brjóstakrabbamein sem Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir síðustu ár í samvinnu við Samhjálp kvenna og fleiri aðila.
Bleika boðið var fyrst haldið í Gerðarsafni í Kópavogi 30. september árið 2005 og var ágóði Krabbameinsfélagsins um 4 milljónir.
Boðið var upp á sexréttaðan hátíðarmat og voru gestir um eitt hundrað. Fram komu ýmsir skemmtikraftar, flutt voru tónlistaratriði og haldið uppboð. Miðar voru einkum seldir til fyrirtækja sem gafst kostur á að leggja lið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini, en andvirði miðanna rann óskert til Krabbameinsfélagsins.
Svo vel tókst til að ákveðið var að Freisting endurtæki leikinn og var Bleika boðið haldið í annað sinn 7. október 2006 í húsi Orkuveitunnar. Gestir voru um 150 og ágóði Krabbameinsfélagsins var um 15 milljónir.
9 rétta hátíðarmatseðill Bleika boðsins 2007
Eldborg
27. október 2007
Veislustjóri
Þórunn Lárusdóttir
Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann var sérlegur uppboðshaldari og fór á kostum.
Fordrykkur
Codorniu Pinot Noir Brut frá D.O. Cava, Spáni
Lystauki
Kúfskel elduð í dökkum Kalda ásamt hunangsgljáa úr íslensku hunangi
og fáfnisgras salati
Vín
Jacobsen Saaz Blonde frá Danmörku
Önd
Reykt önd frá Höfn í Hornafirði, andar- og rauðbeðugljái með rauðrófum,
kastaníuhnetukremi og kryddjurtarsalati
Vín
Glen Carlou Tortoise hill 2006, Suður Afríka
Ferskt fiskmeti
Smálúða úr Breiðafirði, íslensk hörpuskel ásamt rækju, dillkrydduð súrmjólksósa,
síuvökva kavíar, stökkir rúgbrauðsteningar
Vín
Dopff au Moulin Pinot Gris 2005 frá Alsace, Frakklandi
Ískrap til að ferska braðlaukana
Fjallagrasasorbet
Lamb
Lambafille og skanki frá Jóhannesi frá Silfrastöðum, sultað rótargrænmeti, íslenskt smælki ásamt rófu og lambasoðgljáa
Vín
Château DAgassac 2001 Haut-Médoc frá Bordeaux, Frakklandi
Ostar
Óhrært skyr að norðan með rjóma og sykri, Akureyrablár og Búri.
Bláberjasulta úr aðalbláberjum frá ömmu. Gefið með hnetubrauði
Vín
Bon Courage Noble Late Harvest Weisser Riesling 2004 frá Suður Afríku
Sætur yndisauki
Grenisorbet
Eftirréttur
Valrhonaturn úr dökku súkkulaði, hjúpaður með bleiku súkkulaði
með rifsberjum úr garðinum hjá Önnu frænku ásamt kakóbauna sjeik
Vín
Cockburns Special Reserve Ruby Port frá Portúgal
Kaffi & Konfekt
Kaffi & handunnið HR konfekt
Vín
Grand Marnier frá Lapostole, Frakklandi
Fjölmargar myndir eru væntanlegar í myndasafnið.
Matarmyndir: Matthías Þórarinsson matreiðslumeistari
Aðrar myndir: Ruth Ásgeirsdóttir
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta16 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði