Keppni
Ætlar þú að mæta í dag á Hótel Holt og fylgjast með úrslitunum í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands?
Í dag á milli 15:00 – 18:00 fara fram úrslitin í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands sem haldin verður á Gallery Restaurant Hótel Holti. Keppnin er ný af nálinni en hún hefur engu að síður vakið þó nokkra athygli og frábær viðbót í flóru matreiðslukeppna hér á landi.
Samhliða keppninni í dag ætlar Friðgeir Ingi yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti að bjóða gestum upp á smakk af úrvals Frönsku hráefni ásamt því að vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière í Muscadet svæðinu (Loire héraðinu) mun gefa smakk og kynna sína framleiðslu.
Ég vil hvetja matreiðslumenn til að mæta í göllunum og fylgjast með keppninni eða bara sýna sig og sjá aðra. Allt hjálpar þetta til við að gera svona viðburði stærri og skemmtilegri og tryggir það að keppnir sem þessi verða haldnar oftar.
Þeir sem keppa til úrslita eru:
- Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumaður á Vox.
- Óli Már Erlingsson, matreiðslumaður á Fiskfélaginu.
- Stefán Eli Stefánsson, matreiðslumaður á Perlunni.
Mynd: aðsend
Með bestu kveðju
Steinn Óskar
Umsjónarmaður keppninnar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






