Keppni
Ætlar þú að mæta í dag á Hótel Holt og fylgjast með úrslitunum í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands?
Í dag á milli 15:00 – 18:00 fara fram úrslitin í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands sem haldin verður á Gallery Restaurant Hótel Holti. Keppnin er ný af nálinni en hún hefur engu að síður vakið þó nokkra athygli og frábær viðbót í flóru matreiðslukeppna hér á landi.
Samhliða keppninni í dag ætlar Friðgeir Ingi yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti að bjóða gestum upp á smakk af úrvals Frönsku hráefni ásamt því að vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière í Muscadet svæðinu (Loire héraðinu) mun gefa smakk og kynna sína framleiðslu.
Ég vil hvetja matreiðslumenn til að mæta í göllunum og fylgjast með keppninni eða bara sýna sig og sjá aðra. Allt hjálpar þetta til við að gera svona viðburði stærri og skemmtilegri og tryggir það að keppnir sem þessi verða haldnar oftar.
Þeir sem keppa til úrslita eru:
- Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumaður á Vox.
- Óli Már Erlingsson, matreiðslumaður á Fiskfélaginu.
- Stefán Eli Stefánsson, matreiðslumaður á Perlunni.
Mynd: aðsend
Með bestu kveðju
Steinn Óskar
Umsjónarmaður keppninnar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt2 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025