Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ætlar þinn veitingastaður að taka þátt í heimsviðburði? Skráning er hafin
Þann 21. mars 2016 verður endurtekinn leikurinn frá liðnu vori: Meira en 1000 matreiðslumenn í fimm heimsálfum votta franskri matargerð virðingu sína í veislunni Goût de France / Good France.
Öll veitingahús, sem taka þátt í veislunni, framreiða kvöldverð, innblásinn af bestu kostum franskrar matargerðar og þeim gildum sem þessi matgerðarlist grundvallast á: sköpunargleði, samneyti, gleði, virðingu fyrir matarnautninni, náunganum og umhverfinu.
Matstaðirnir geta spannað allan skalann, frá grillhúsum til stjörnustaða og bjóða máltíðir úr ferskum árstíðabundnum afurðum sem upprunnar eru af næstu grösum, og þar sem sparlega er farið með fitu, sykur og salt.
Engan veginn er ætlast til að matreiðslumennirnir snúi baki við sinni matarhefð heldur er leikurinn til þess gerður að þeir blandi saman eigin matargerð og þeirri frönsku.
Eftirfarandi á að vera rauði þráðurinn í matseðlinum:
- Fordrykkur og “með honum”
- Forréttur
- Einn eða tveir aðalréttir
- Ostabakki
- Eftirréttur
- Frönsk vín og kampavín
Hægt er að skrá sig til þátttöku í veislunni með því að smella hér. Síðar geta þeir útlistað hvernig matseðil þeir ætla að bjóða.
Fleira tengt efni:
Gallery Restaurant á Hótel Holti tekur þátt í Goût de France
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni21 klukkustund síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






