Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ætlar þinn veitingastaður að taka þátt í heimsviðburði? Skráning er hafin
Þann 21. mars 2016 verður endurtekinn leikurinn frá liðnu vori: Meira en 1000 matreiðslumenn í fimm heimsálfum votta franskri matargerð virðingu sína í veislunni Goût de France / Good France.
Öll veitingahús, sem taka þátt í veislunni, framreiða kvöldverð, innblásinn af bestu kostum franskrar matargerðar og þeim gildum sem þessi matgerðarlist grundvallast á: sköpunargleði, samneyti, gleði, virðingu fyrir matarnautninni, náunganum og umhverfinu.
Matstaðirnir geta spannað allan skalann, frá grillhúsum til stjörnustaða og bjóða máltíðir úr ferskum árstíðabundnum afurðum sem upprunnar eru af næstu grösum, og þar sem sparlega er farið með fitu, sykur og salt.
Engan veginn er ætlast til að matreiðslumennirnir snúi baki við sinni matarhefð heldur er leikurinn til þess gerður að þeir blandi saman eigin matargerð og þeirri frönsku.
Eftirfarandi á að vera rauði þráðurinn í matseðlinum:
- Fordrykkur og “með honum”
- Forréttur
- Einn eða tveir aðalréttir
- Ostabakki
- Eftirréttur
- Frönsk vín og kampavín
Hægt er að skrá sig til þátttöku í veislunni með því að smella hér. Síðar geta þeir útlistað hvernig matseðil þeir ætla að bjóða.
Fleira tengt efni:
Gallery Restaurant á Hótel Holti tekur þátt í Goût de France
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






