Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ætlar þinn veitingastaður að taka þátt í heimsviðburði? Skráning er hafin
Þann 21. mars 2016 verður endurtekinn leikurinn frá liðnu vori: Meira en 1000 matreiðslumenn í fimm heimsálfum votta franskri matargerð virðingu sína í veislunni Goût de France / Good France.
Öll veitingahús, sem taka þátt í veislunni, framreiða kvöldverð, innblásinn af bestu kostum franskrar matargerðar og þeim gildum sem þessi matgerðarlist grundvallast á: sköpunargleði, samneyti, gleði, virðingu fyrir matarnautninni, náunganum og umhverfinu.
Matstaðirnir geta spannað allan skalann, frá grillhúsum til stjörnustaða og bjóða máltíðir úr ferskum árstíðabundnum afurðum sem upprunnar eru af næstu grösum, og þar sem sparlega er farið með fitu, sykur og salt.
Engan veginn er ætlast til að matreiðslumennirnir snúi baki við sinni matarhefð heldur er leikurinn til þess gerður að þeir blandi saman eigin matargerð og þeirri frönsku.
Eftirfarandi á að vera rauði þráðurinn í matseðlinum:
- Fordrykkur og “með honum”
- Forréttur
- Einn eða tveir aðalréttir
- Ostabakki
- Eftirréttur
- Frönsk vín og kampavín
Hægt er að skrá sig til þátttöku í veislunni með því að smella hér. Síðar geta þeir útlistað hvernig matseðil þeir ætla að bjóða.
Fleira tengt efni:
Gallery Restaurant á Hótel Holti tekur þátt í Goût de France
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?